Haukar með góðan útisigur á Njarvík

Haukastelpur unnu góðan sigur á Njarðvík í kvöld  68 – 63 fyrir Hauka og gefa því ekkert eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Á sama tíma töpuðu Valskonur fyrir KR og því munar nú einungsi 2 stigum á liðunum þegar 5 umferðir eru eftir í deildinni.  Leikurinn byrjaði frekar rólega þar sem bæði lið […]

Haukar lögðu Keflavík eftir frábæra endurkomu

  Haukastúlkur gerðu sér lítið fyrir og sigruðu nýkrýnda bikarmeistara Keflavíkur í gær, 67-58, í Dominos-deildinni. Sigurinn er þeim mun athyglisverðari fyrir þær sakir að í öðrum leikhluta lenti liðið 18 stigum undir en komu sterkar til baka í þriðja leikhluta og náðu að jafna undir lok leikhlutans. Í fjórða leikhluta var Haukaliðið einfaldlega sterkara […]

Haukar á góðu róli

  Haukar hafa farið vel af stað í 1. deildinni eftir áramót og sigrað alla þá fjóra leiki sem liðið hefur spilað. Haukar unnu öruggan sigur á Hetti og FSu í fyrstu tveimur leikjunum og unnu svo sex stiga sigur á Hamri í baráttunni um annað sætið. Hamar vann Haukaliðið fyrir áramót eining með sex […]

Súrt tap gegn Fjölni

Haukastúlkur fóru í heimsókn til Fjölnis í Dalhús í dag þar sem að þær töpuðu 78-66. Haukar voru yfirspilaðar af Fjölni í dag. Illa gekk að skora og komast á vítalínuna. Ljósu punktarnir í leiknum voru frammistöður Siarre Evans og Margrétar Rósu Hálfdanardóttur.  Nánari umfjöllun um leikinn á Karfan.is 

Súrt tap gegn Fjölni

Haukastúlkur fóru í heimsókn til Fjölnis í Dalhús í dag þar sem að þær töpuðu 78-66. Haukar voru yfirspilaðar af Fjölni í dag. Illa gekk að skora og komast á vítalínuna. Ljósu punktarnir í leiknum voru frammistöður Siarre Evans og Margrétar Rósu Hálfdanardóttur.  Nánari umfjöllun um leikinn á Karfan.is 

Haukar leika við Þór Akureyri í kvöld

Haukar mæta Þór Akureyri í Síðuskóla fyrir norðan í kvöld í 1. deild karla. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Þórsurum á netinu og hefst leikurinn kl. 20.00. Slóðin á útsendinguna er www.thorsport.is/tv. Einnig er hægt að fylgjast með gangi leiksins í lifandi tölfræði á www.kki.is. Fyrir leik eru Haukar í 2. sæti með 16 stig en […]

Stjörnuleikur kvenna

Stjörnuleikur kvenna verður núna á Miðvikudaginn 30. janúar í Toyota höllinni í Keflavík. Haukar eiga þrjá fulltrúa í leiknum. Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Siarre Evans voru kosnar af körfuboltaunnendum í byrjunarliðið og Gunnhildur Gunnarsdóttir var svo valin af þjálfurum. Margrét Rósa og Evans láta sér ekki nægja að taka þátt í leiknum, heldur munu þær […]

Önnur spurning fyrir Pub Quiz

Hér er önnur spurning fyrir Pub Quiz-ið sem fer fram í kvöld eftir leik Hauka og FSu. Rétt svar getur fært þínu liði auka stig og svarið verður birt í kvöld. ATH þetta á við um leikmenn í efstu deild karla.

Sigurgangan stöðvuð

Haukar kíktu í heimsókn til Snæfells í gærkvöldi í 17. umferð Dominosdeildar kvenna. Fyrir leikinn voru Haukar með þrjá sigurleiki í röð, eftir góða sigra gegn Reykjanesliðunum Grindavík, Keflavík og Njarðvík, en fjórir urðu þeir ekki. Snæfell voru of sterkar í þriðja leikhlutanum og munurinn hreinlega of mikill fyrir Hauka til að elta. Siarre Evans […]