Haukar komu sterkar tilbaka í fjórða

Haukar unnu Njarðvík í kvöld 71-66 eftir að hafa verið undir nánast allan leikinn. En þær áttu mjög góðan fjórða leikhluta sem skilaði þeim sigrinum. Þetta var jafnframt þriðji sigur liðsins í röð. Lele Hardy var sem fyrr stiga og frákastahæst með 16 stig og 19 fráköst en hún átti annars mjög dapran skotdag. Næst […]

Haukar upp í 5. sætið eftir góðan sigur á Stjörnunni

Haukar bundu enda á fjögra leikja taphrinu sína í gær þegar þeir lögðu nágranna sína úr Garðabæ, 76-67, og lyftu sér fyrir vikið upp í 5. sæti Domino‘s deildarinnar. Allt annað var að sjá til drengjanna sem virðast hafa fundið gleðina fyrir leiknum og var stemmingin í Haukaliðinu frábær. Haukar leiddu með sjö stigum eftir […]

Haukar – Stjarnan í kvöld kl. 19:15

Í kvöld koma Stjörnumenn í heimsókn í leik sem skiptir okkur Haukamenn gríðarlega miklu máli í baráttunni um sætaskipan í úrslitakeppninni. Það er ekki spurning um hvort við komumst í úrlitakeppnina heldur hvar við viljum vera því liðið er staðráðið í að planta sér í keppni þeirra bestu. Haukarnir eru í dauðafæri með að endurheimta […]

Góð ferð til Keflavíkur

Haukastúlkur áttu góða ferð til Keflavíkur í kvöld þar sem að þær sóttu mikilvæg stig gegn Keflavík í baráttunni um annað sætið, og þar með heimavallarétt í undanúrslitum, þegar þær mörðu 60-61 sigur. Bestar hjá Haukum í kvöld voru Lele Hardy sem var með 19 stig, 16 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta; Margrét […]

Aftur á sigurbraut í deildinni

Haukastúlkur eru aftur komnar á sigurbraut í deildinni eftir sigur á Hamri í kvöld, 81-72, eftir að hafa tapað tveimur í röð þar á undan.Haukar byrjuðu af krafti og virtist leikurinn ætla verða þeim ansi auðveldur. En það má aldrei slaka á og fengu þær að finna fyrir því í kvöld þar sem að Hamarsstúlkur […]

Haukastelpur í höllina

Haukastelpurnar tryggðu sér farseðilinn í höllina í gær með baráttusigri á Keflvíkingum á útivelli. Stelpurnar virkuðu frekar stressaðar í fyrsta leikhluta en Auður hélt þeim inní leiknum með góðri nýtingu í 3ja stiga skotum. Í öðrum leikhluta komi Lovísa og Sylvía gríðarlegar sterkar inn. Lovísa hirti hvert sóknarfrákastið eftir annað og Sylvía var dugleg bæði […]

Snæfell – Haukar í Dominos deild kk í kvöld

Mfl. kk. í körfu mun leggja leið sína á Stykkishólm í kvöld og etja kappi við Snæfellinga kl. 19:15 í Hólminum. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Snæfell situr í 8 sæti með 5 sigra en Haukar sitja í 6-7 sæti með 7 sigra. Með sigri geta Haukastrákar skilið sig frá Snæfellingum og farið […]

Henning Henningsson tekur við keflinu

Henning Henningsson var kjörinn nýr formaður körfuknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi deildarinnar nú nýverið. Henning tekur við formennskunni af Samúel Guðmundssyni sem gengt hefur formennsku síðustu 5 ár. Gísli Sigurbergsson var á sama fundi kjörinn nýr varaformaður deildarinnar. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var samþykkt einróma að beina því til að aðalstjórnar Hauka að nýr íþróttasalur fyrir […]

Haukar – ÍR í kvöld kl. 19:15

Í kvöld koma ÍRingar í heimsókn en þeir sitja í 9. sæti með 6 stig og hafa verið að sækja í sig veðrið eftir áramót með nýjum kana.  Haukarnir hafa tapað síðustu tveim leikjum sínum og því er leikurinn í kvöld „möst win“ og því er um að gera að láta sjá sig í Schenkerhöllinni […]

Haukastúlkur stöðvaðar

Eftir frábæra byrjun á árinu 2014 þar sem að Haukar unnu 5 leiki (4 í deild og 1 í bikar) með að meðaltali 29,8 stiga mun lentu þær á vegg í gærkvöldi þar sem að Valur fór einstaklega illa með þær í fjórða leikhluta, eftir jafnan leik framan af, og unnu þær 69-91. Það er […]