10 flokkur kvenna Bikarmeistari

Stelpurnar í 10.flokki kvenna voru að tryggja sér bikarmeistaratitilinn eftir glæsilegan sigur á Keflavík. Vörnin og breiddin í Haukaliðinu skilaði þessum sigri fyrst fremst þar sem allir leikmenn Hauka voru að skila góðum leik. Bikararnir halda því áfram að streyma á Ásvelli.     Haukarnir byrjuðu leikinn af krafti og náðu 12-3 í byrjun og […]

Haukar – Þór Þ. í kvöld kl. 19:15

Haukar fá Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Schenkerhöllina á kvöld kl. 19:15. Leikurinn er afar mikilvægur því bæði lið eru í baráttunni um að ná heimavallarétt í úrslitakeppninni. Haukar geta tryggt sér fimmta sætið með sigri í kvöld og haldið áfram pressu á Njarðvíkinga í baráttunni um heimaleikjarétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikurinn er því […]

Haukar eiga fjóra flokka í úrslitum bikarkeppni KKÍ

Fjórir yngri flokkar kkd. Hauka spila til úrslita um helgina í bikarkeppni KKÍ. Úrslitin fara fram í Grindavík á laugardag og sunnudag.  Þetta er glæsilegur árangur en í heildina eru spilaðir 9 úrslitaleikir í úrslitum og eiga Haukar fulltrúa í fjórum þeirra. Einungis Keflvíkingar geta státað af sambærilegum árangri og næstu lið eiga tvö lið […]

Stórt tap gegn Snæfelli

Haukar voru án Lele Hardy og Dagbjörtu Samúelsdóttur í kvöld og munaði um minna. Sóknin komst aldrei í gang og áttu Haukar því ekki roð í Snæfell sem vann auðveldlega 48-89. Stigahæst hjá Haukum var Gunnhildur Gunnarsdóttir sem skoraði 16 stig. Jóhanna Björk Sveinsdóttir var með 9 stig og 9 fráköst. Margrét Rósa Hálfdanardóttir var […]

Haukar – Snæfell í kvöld kl. 19:15

Bikarúrslitaliðin mætast í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:15 í toppleik Dominos deildarinnar. Bæði liðin eru búin að tryggja sér sín sæti í deildinni og geta önnur lið ekki náð þeim. Snæfell er deildarmeistari en bikarmeistarar Hauka eru fastir í öðru sæti deildarinnar. Þrátt fyrir þetta má búast við hörku leik. 

Aftur komnar á sigurbraut

Haukastúlkur eru aftur komnar á sigurbraut eftir 54-63 sigur á Val í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Haukar náðu svo 15 stiga forustu í þriðja leikhluta en Valsarar neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn niður í 3 stig. Aftur náðu Haukar forustu, 8 stig í þetta skiptið og aftur komu Valsstúlkur til […]

Frábær sigur á Keflavík

Eins og birtist á samfélagsmiðlum í gær kom það skýrt fram að Haukar höfðu ekki unnið í Keflavík í 15 ár. Það breyttist í gær þegar Haukar sigruðu 81-90 og jöfnuðu Njarðvíkinga af stigum í 4.-5. sæti deildarinnar. Það er einnig merkileg staðreynd að fyrir 15 árum var það einmitt Ívar Ásgrímsson sem þjálfaði Haukaliðið […]

Keflavík – Haukar í kvöld kl. 19:15

Haukarnir í mfl. kk. í körfu fara suður með sjó í kvöld og munu freista þess að halda áfram á sigurbraut og ná þriðja sigrinum í röð í Dominos deildinni. Strákarnir mæta fullir sjáflstraust eftir gríðarlega góðan sigur á Njarðvík í síðustu umferð þar sem liðið spilaði einn sinn allra besta leik í deildinni í […]

Spennufall eftir bikarsigur

Haukar fengu skell í kvöld er KR komu í heimsókn. Taktík KR að sýna Haukum virðingu með því að færa þeim blómvönd að gjöf fyrir leik bar tiláætlaðan árangur. Haukar vanmátu gestina og máttu þola stórt tap, 74-91. Góðu fréttirnar eru þó þær að Keflavík tapaði líka í kvöld og því er annað sætið og […]