Komnar í úrslit – Keflavík sópað

Haukastúlkur toppuðu frábæra seríu með frábærum leik í kvöld sem endaði á 30 stiga rústi er þær unnu Keflavík 88-58.Áhorfendur fjölmenntu í Schenkerhöllina og var gaman að sjá Haukastúkuna fulla. Haukar kláruðu einfaldlega leikinn í öðrum leikhluta þar sem þær áttu 16-0 kafla og komust Keflavíkurstúlkur ekki í takt við leikinn eftir það.     […]

Leikur nr. III – Haukar geta tryggt sig í úrslitin

Haukarnir taka á móti Keflavík í þriðja leiknum í undanúrslitum Dominos deildar í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni. Haukarnir geta tryggt sig áfram í úrslitin með sigri og því er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir okkur Haukanna og því mikilvægt að fólk fjölmenni á pallanna í kvöld og hvetji stelpurnar til sigurs í þessum mikilvæga leik. […]

Haukar komnar í 2-0

Haukastúlkur komu sér í góð mál í einvíginu við Keflavík í kvöld þegar þær unnu sannfærandi 65-80 með næsta leik á heimavelli þar sem kústurinn frægi gæti farið á loft. Lele Hardy fór fyrir Haukum að venju og skoraði hún 21 stig tók 15 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Auður Íris Ólafsdóttir átti einnig stórleik […]

Leikur nr. II. í undanúrslitum í kvöld

Haukastúlkur geta komist í kjörstöðu með því að leggja Keflavík að velli í kvöld. Haukar unnu fyrsta leikinn nokkuð sannfærandi og því mikilvægt að koma gríðarlega vel stemmdar í leikinn í kvöld. Varnarleikurinn var traustur í síðasta leik og rúllaði Baddi þjálfari vel á mannskapnum og því ættu stelpurnar að vera vel stemmdar fyrir kvöldinu. […]

Grátlegt tap í Borgarnesi

Mfl. karla í körfu spilaði við Skallagrím í Borgarnesi í gærkvöldi og var um hörkuleik að ræða þar sem Skallagrímur vann eftir framlengingu. Haukarnir hentu frá sér unnum leik í lokin og væri hægt að gera gott kennslumyndband um hvernig hægt er að klúðra góðri stöðu á 50 sek. En svona er körfuboltinn, allt getur […]

Haukar halda í Borgarnes

Næst síðasta umferð Domino’s deildar karla í körfuknattleik hefst í kvöld og leika Haukar við Skallagrím í Borgarnesi. Hefst leikurinn kl. 19:15. Haukar eru enn í baráttu við Þór Þorlákshöfn um fimmta sæti deildarinnar og er því sigur í kvöld mikilvægur fyrir liðið. Að sama skapi er Skallagrímur að berjast fyrir lífi sínu í deildinni […]

Lele Hardy besti leikmaður tímabilsins

Lele Hardy var í dag verðlaunuð fyrir að hafa verið valin besti leikmaður seinni hluta Dominosdeildar kvenna. Hún var að sjálfsögðu líka valin í úrvalsliðið. Hún var líka valin best á fyrrihluta tímabilsins og því hægt að fullyrða að hún hafi án alls vafa verið besti leikmaður tímabilsins í deildinni. En hún var með 27.0 […]

Haukar með 9 fulltrúa í U15, U16 og U18 landsliðum karla og kvenna

KKÍ birti í dag lista yfir leikmenn sem voru valdir í U15, U16 og U18 ára landslið karla og kvenna sem taka þátt í Copenhagen Invitational (U15) og Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna í Svíþjóð (U16 og U18) í sumar. Einnig munu U18 landsliðin taka þátt í Evrópumóti FIBA Europe síðar í sumar. Yngri flokka starf Hauka er […]

Hitað upp fyrir úrslitakeppnina með sigri

Haukar fóru í heimsókn til Hveragerðis í kvöld þar sem þær mættu Hamri í seinustu umferð Dominosdeildar kvenna þetta tímabilið. Eftir slæma útreið gegn Snæfelli í seinustu umferð, þar sem þær þó hvíldu Lele Hardy og Dagbjörtu Samúelsdóttur, enduðu þær tímabilið með stæl þar sem þær unnu Hamar 71-74 í mjög skemmtilegum leik.   Margrét […]

Úrslit bikarhelgarinnar

Bikarhelgi KKÍ var haldin um helgina í Grindavík og áttu Haukar fjögur lið sem voru að spila til úrslita, 10. flokk stúlkna, stúlknaflokk, unglingaflokk stúlkna og drengjaflokk. 10 flokkur stúlkna keppti á móti Keflavík og höfðu fyrir þann leik aldrei náð að leggja þær að velli. Haukastúlkur komu brjálaðar til leiks og náðu strax forystu […]