Snæfell – Haukar í meistarar meistaranna

Bikarmeistarar Hauka munu spila við Íslandsmeistara Snæfell á sunnudaginn kl. 17:00 í DHL höllinni í leik meistarar meistaranna. Haukar eru að spila með ungt lið í ár og hafa verið að spila ágætlega á köflum á undirbúningstímabilinu en hið unga lið Hauka hefur verið í smá vandræðum með sóknarleikinn. Margt býr í liðinu og nú […]

Tap í undanúrslitunum

Haukastelpur mættu Keflavík fyrr í kvöld í undanúrslitum Lengjubikars kvenna en leikið var í Ásgarði í Garðabæ. Stelpurnar sýndu flotta takta í leiknum og leiddu á köflum en Keflvíkingar voru sterkari í seinni hálfleik og unnu 93-84. Margir leikmenn lögðu sitt af mörkum í kvöld og það er spennandi vetur framundan hjá þessu unga og […]

Haukar með tvo fulltrúa í undanúrslitum Lengjubikarsins

KKÍ tilkynnti í morgun viðureignirnar í undanúrslitum Lengjubikarsins sem fara fram á morgun (fimmtudag) og á föstudaginn í Ásgarði í Garðabæ. Haukar eiga einir liða fulltrúa í undanúrslitum beggja kynja. Meistaraflokkur kvenna mætir Keflavík á morgun kl. 20:30. Meistaraflokkur karla mætir síðan KR á föstudaginn kl. 20:30. Mætum í Ásgarðinn og styðjum okkar lið áfram […]

Haukar með sterkan sigur á Stjörnunni

Ungt og bráðefnilegt lið Hauka skipað að stærstum hluta uppöldum Haukamönnum vann í kvöld góðan og sterkan sigur á reynslumiklu liði Stjörnunnar 94 – 85 á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði.  Með sigrinum tryggðu Haukar sé sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Haukar byrjuðu leikinn ekki vel  og náði Stjarnan 11-0 forystu eftir fyrstu 3 mínútur leiksins og […]

Haukar spila í kvöld í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins

Strákarnir spila í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla í kvöld er þeir halda í Ásgarð að etja kappi við heimamenn. Haukar lentu í öðru sæti A-riðils og mæta Stjörnunni sem eru sigurvegarar B-riðils. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður í beinni tölfræðilýsingu á www.kki.is

Haukastúlkur komnar í undanúrslit í Lengjubikarnum

Haukar fengu Breiðablik í heimsókn í gærkvöldi í lokaumferð Lengjubikarsins. Haukar sigruðu 59-53 og tryggðu sér sæti í undanúrslitum sem verða næstkomandi fimmtudag, 25. sept. Lele Hardy fór fyrir liðinu með 23 stig og 18 fráköst. Dagbjört Samúelsdóttir var næst stigahæst með 13 stig. Auður Íris Ólafsdóttir þurfti að fara af velli eftir aðeins þrjár […]

Haukar – Breiðablik í kvöld kl. 19:15

Haukastúlkur leika við Breiðablik í Lengjubikarnum í kvöld kl. 19:15. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir stúlkurnar en þær geta með sigri tryggt sig í undanúrslit Lengjubikarsins. Haukar hafa spilað þrjá leiki, unnið tvo og tapað einum eftir tvíframlengdan leik. Breiðablik hefur tapað öllum sínum leikjum og eiga ekki möguleika á því að komast í úrslit. […]

Haukar – Fjölnir í kvöld kl. 19:15

Mfl. karla í körfu tekur á móti Fjölni í kvöld kl. 19:15. Þetta er þriðji leikur strákanna í lengjubikarnum og hafa Haukarnir þegar tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum úr A riðli ásamt Fjölni en Grindavík og Valur sitja eftir í riðlinum.  Leikurinn er mjög mikilvægur þar sem þetta er leikur um fyrsta sætið […]

Árgangamót í körfubolta

Árgangamót Hauka í körfubolta er á næsta leiti og ekki seinna vænna en að dusta rykið af skónum, blása í boltana og finna sér körfu til að rifja upp taktana. Laugardaginn 11. október verður Árgangamótið haldið með sama sniði og undanfarin ár fyrir utan að matur og almenn gleði mun fara fram uppi á palli […]