Góður sigur hjá mfl. kvenna

Haukar gerðu góða ferð í Vestubæinn í dag. Fyrr í dag fór Unglingaflokkur með sigur af hólmi gegn KR og nú fyrir ekki svo löngu siguraði meistaraflokkur kvenna KR stúlkur, 53-72. Stelpurnar lögðu grunn að góðum sigri sínum í fyrri hálfleik en staðan var 29-47 Haukum í vil. Haukarstelpur léku afar góðan bolta og gáfu […]

Annar sigur unglingaflokks

Unglingaflokkur karla gerði góða ferð í Vesturbæinn þegar þeir mættu KR í DHL-höllinni. Strákarnir sigruðu sinn annan leik og hafa ekki tapað það sem af er vetri. Leikurinn fór jafnt af stað og skiptust liðin á að skora. Haukar náðu smá forskoti á KR-inga undir lok fyrsta leikhluta og leiddu með 4 stigum þegar fyrsta […]

Auðveldur sigur

Haukar unnu fyrr í kvöld Laugdæli með 45 stiga mun 120-75 í 1. deild karla í körfuknattleik. Yfirburðir Haukamanna voru miklir í leiknum og áttu Laugdælir erfitt uppdráttar á löngum köflum. Þar með unnu Haukar sinn fjórða sigur í röð í 1. deildinni og sitja á toppi deildarinnar með átta stig en Hamar og Valur […]

Haukastelpur fara vestur í bæ

Stelpurnar heimsækja KR-inga á morgun í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik. Er þetta lokaleikur fjórðu umferðar og eru Haukar með tvo sigra og einn tap. KR-ingar hafa unnið einn leik og tapað tveimur og geta með sigri í dag jafnað Hauka. Leikurinn fer fram í DHL-höll KR-inga og hefst kl. 16:00. Heimasíðan hvetur Haukafólk til […]

Drengjaflokkur: Strákarnir unnu Snæfell

Haukar unnu sinn þriðja leik í röð og sinn fyrsta heimasigur þegar þeir fengu Snæfell í heimsókn á Ásvelli um helgina. Lokatölur 90-80. Haukastrákar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 8 stig leiksins, þ. a. tvær þriggja stiga körfur frá Andra Freyssyni auk einnar körfu frá Guðmundi Sævarssyni. Haukar pressuðu nær allan leikinn en […]

Meistaraflokkur karla ósigraðir

  Meistaraflokkur karla í körfuboltanum eru svo sannarlega á góðri siglingu í 1. deild karla en liðið hefur sigrað alla þrjá leiki liðsins í deildinni. Strákarnir í liðinu eru ákveðnir í að segja skilið við 1. deildina og koma liðinu aftur í úrvalsdeild þar sem Haukar eiga heima. Fyrsti sigurinn var á Egilsstöðum þar sem […]

10. kvenna: Ferðasaga

10. flokkur kvenna hélt til Sauðárkróks á dögunum og stóð sig með stakri prýði. Hanna S. Hálfdanardóttir tók saman smá pistil um ferð þeirra þangað. 10.flokkur kvenna í körfubolta skellti sér til Sauðarkróks í C riðli.  Ferðin hófst með hittingi snemma á laugardagsmorgni klukkan 08:30 í bílaleigu Akureyrar í Skeifunni, þar voru allar ferskar og […]

Haukasigur á Flúðum

Haukar unnu góðan sigur á Hrunamönnum í gærkvöldi í 1. deild karla. Þar með hefur liðið unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabilsins og sitja á toppi deildarinnar ásamt Valsmönnum. Leikurinn í gærkvöldi var sveiflukenndur þar sem Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi. Þeir leiddu með um 15 stigum um miðjan fyrri hálfleik en heimamenn […]

Yngvi: Besta meðalið er sigur

„Það er gott að sigra eftir vonbrigðin á móti Val um daginn og alltaf gott að komast aftur á sigurbraut þrátt fyrir að kannski besta meðalið við tapi sé að sigra. Við vorum kannski kraftlitlar framan af og héldum að þetta væri búið eftir fyrsta leikhluta en það hefur verið í undanförnum þremur leikjum að […]