Þriðja tap Haukastráka

Hún var ekki feit merin sem Hauka riðu á austur á Egilsstaði á laugardaginn þegar Haukar öttu kappi við heimamenn í Hetti. Höttur vann leikinn örugglega 104-85 og þriðja tap Hauka í röð staðreynd. Höttur var með leikinn í höndunum allan tíman og leiddu strax með 18 stigum eftir fyrsta leikhluta. Gáfu þeir þann mun […]

B-liðið tapaði

Strákarnir í Haukum-b töpuðu fyrir Ármanni-b i dag í B-deildinn í körfubolta 58-74. Eftir jafna þrjá leikhluta stungu Ármenningar af í lokaleikhlutanum og höfðu 16 sigur. Stigahæstur hjá Haukum var Darrell Lewis með 30 stig. Þrátt fyrir tap í dag er liðið í mikilli framför og nálgast annan sigur tímabilsins óðfluga. Næsti leikur strákanna er […]

Stórsigur Hauka á Snæfelli

Haukastúlkur gerðu góða ferð í Stykkishólm í kvöld þegar þær mættu heimastúlkum í Snæfelli. Stórsigur vannst 55-91 og Haukar sitja áfram í efsta sæti B-riðils. Haukar kláruðu dæmið strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 6-23 og 14-46 í hálfleik. Snæfellingar bitu aðeins frá sér í […]

Haukastelpur í Höllina

Haukastelpur unnu öruggan sigur á Njarðvík í kvöld 73-41 í Subwaybikar kvenna. Haukaliðið var sterkari aðilinn allan leikinn og var sigurinn mjög sannfærandi. Henning þjálfari gat leyft sér að hvíla stóran hluta af byrjunarliði sínu mest allan seinni hálfleikinn. Að þessu sinni var Heather Ezell ekki stigahæst en hún skoraði 16 stig og Kiki Lund […]

Haukasigur á Valsstúlkum

Haukar léku gegn Val í Iceland Expressdeild kvenna á Ásvöllum í kvöld og enduðu leikar með heimasigri 70-64. Haukastúlkur eru því komnar með 6 stiga forskot á næsta lið og sitja á toppi B-riðils en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að deildinni var skipt upp. Jafnræði var með liðunum nær allan leikinn og leiddu […]

Ísfirðingar fóru með sigur af Ásvöllum

KFÍ og Haukar mættust í toppslag 1. deildar karla í gærkvöldi. Það lið sem færi með sigur af hólmi treysti stöðu sína á toppi deildarinnar og um leið sæti í úrvalsdeild. Ágætis mæting var á Ásvelli í hörkuleik. Heimamenn voru sterkir framan af og leiddu í þriðja leikhluta með 11 stigum. En frábær leikkafli hjá […]

Haukar fá heimaleik í undanúrslitum

Í dag var dregið í undanúrslit Subwaybikars karla og kvenna. Haukastelpur fengu heimaleik gegn Njarðvík en leikið verður helgina 30.-31. janúar. Aðrar viðureignir: Subwaybikar kvenna:Keflavík-Fjölnir Subwaybikar karla:Keflavík-SnæfellGrindavík-ÍR

Haukar spila í B-hluta

Haukar töpuðu fyrir Keflavík í kvöld 85-65 í úrslitaleik um lokasætið í A-hluta Iceland Express-deildar kvenna. Deildinni verður skipt í A og B-hluta og leika Haukar í B-hlutanum eftir ósigur kvöldsins ásamt Njarðvík, Snæfell og Val. Eftir jafnan fyrsta leikhluta fór allt í baklás í öðrum leikhluta og Keflvíkingar keyrðu upp muninn. Staðan í hálfleik […]