Haukar unnu tvo af þremur

Elstu karlaflokkarnir hjá Haukum gerðu ágætis ferð á norðurlandið í gær og tryggði meistaraflokkur sér annað sætið í 1. deildinni með sigri á Þór Akureyri 81-89. Semaj Inge var stigahæstur með 29 stig og 9 fráköst og næstur honum var Davíð Páll Hermanns. með 17 stig og 6 fráköst. Drengjaflokkur keppti líka gegn Þór Ak. […]

Flottur sigur á Grindavík

Haukar unnu flottan sigur á Grindavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og leiða því einvígið 1-0. Bæði lið voru ákveðin í að selja sig dýrt og var leikurinn jafn frá fyrstu mínútu. Liðin skiptust á að leiða en Haukar komust fimm stigum yfir í lok fyrsta leikhluta með tveim flottum þristum frá Heather Ezell sem var […]

Henning: Þufum að sýna okkar bestu hliðar

Haukar mæta liði Grindavíkur á morgun í umspili úrslitakeppninnar nú þegar að deildarkeppninni er lokið. Haukar sem spiluðu í B-riðli unnu sinn riðil með stæl og mæta því liðinu sem endaði í 4. sæti A-riðils sem er Grindavík. Heimasíðan heyrði í Henning Henningssyni þjálfara Hauka sem segir að liðið sé búið að vera að undirbúa […]

Naumt hjá unglingaflokki

Unglingaflokkur kvenna tapaði fyrir Grindavík í dag í bikarúrslitum í alvöru bikarleik. Helena Brynja Hólm skoraði 22 stig fyrir Hauka og Ragna Margrét Brynjarsdóttir var með 13 stig og 17 fráköst. Í lokin var allt á suðupunkti en bæði lið áttu ágæt færi að klára leikinn. Það kom þó í hlut Grindvíkinga að setja niður […]

Silfur hjá 10. flokki

Stelpurnar í 10. flokki kepptu í dag til úrslita gegn Keflavík í bikarnum. Keflavíkurliðið var talið fyrir leikinn mun sigurstranglegra og svo kom á daginn að þær unnu góðan sigur 53-34. Haukastelpur létu stúlkurnar frá Bítlabænum þó hafa fyrir hlutunum og stóðu sig með sóma. Byrjunin varð Haukum að falli en Keflavík komst í 16-3. […]

Stúlknaflokkur bikarmeistari

Stelpurnar í Stúlknaflokki urðu bikarmeistarar í dag þegar þær lögðu Keflavík að velli í úrslitaleik en leikið var í Njarðvík. Leikurinn var frábær skemmtun en hann var jafn allan tímann og það var ekki fyrr en í blálokin sem stelpurnar tryggðu sér sigur þegar Auður Ólafsdóttir kláraði leikinn á vítalínunni. Dagbjört Samúelsdóttir var valin besti […]

Öruggur sigur á Ármanni

Haukar unnu í gær öruggan sigur á Ármanni 99-80 og eru sem stendur einir í öðru sæti 1. deildarinnar tveimur stigum á eftir KFÍ. Möguleikar Hauka til að fara beint upp eru nokkuð fjarlægir en er þó fyrir fyrir hendi. Til þess að Haukar komist beint upp þarf KFÍ liðið að tapa öllum leikjum sínum […]

Góður sigur Hauka

Haukar unnu góðan sigur á Ármanni í gærkvöldi og tryggja stöðu sína í efri hluta 1. deildarinnar. Sigur Hauka var aldrei í hættu og aðeins spurning hversu stór hann yrði. Ármenningar sýndu góða takta í seinni hálfleik og þar fór gamli Haukaleikmaðurinn Halldór Kristmannsson á kostum og setti niður sex þrista í níu tilraunum. Að […]

Haukar í Leikbroti

Á youtube-rásinni Leikbrot má sjá skemmtilega samantekt úr leik Hauka og ÍA sem fór fram á Ásvöllum á dögunum. Það er margt skemmtilegt að skoða á Leikbrots-rásinni og hvetjum við alla körfuknattleiksunnendur að kíkja á rásina.