Afturelding – Haukar kl. 19.30 í kvöld

handbolti-karlarMeistaraflokkur karla í handbolta leikur sinn annan leik á fjórum dögum í Olís deildinni í kvöld þegar Haukar fara á fornar slóðir. Leikurinn í kvöld er gegn Aftureldingu á þeirra heimavelli að Varmá en þetta eru þau tvö lið sem léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn siðastliðið vor og er leikurinn þar sem Haukar tryggðu sér titilinn.

Afturelding er í 5. sætinu með 8 stig úr 7 leikjum á meðan Haukar sitja á toppi deildarinnar ásamt Val með 12 stig. Aftureldingarliðið mætir til leiks með þó nokkuð breytta útilínu frá því í fyrra því burðarásarnir í liðinu frá því í fyrra eru ekki með, Örn Ingi er farinn til Svíþjóðar í atvinnumennsku og Jóhann Gunnar er meiddur einnig varð liðið fyrir áfalli á undirbúningstímabilinu þegar Elvar Ásgeirsson þurfti að fara í krossbandaaðgerð.

Haukamenn urðu líka fyrir áföllum í síðustu viku en í sigrinum góða gegn ÍR síðastliðið föstudagskvöld lék liðið án Elíasar Márs og Jóns Þorbjörns en Elli verðu frá í einhvern tíma vegna aðgerðar sem hann fór í til þess að laga liðþófann hjá sér og ekki er vitað hversu mikið Jón verður frá en hann fékk sýkingu í kálfa í síðustu viku.

Það má því búast við hörkuleik í kvöld og er það því um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna og styðja strákanna í baráttunni um að halda efsta sætinu en leikurinn er sem fyrr segir í kvöld kl. 19:30 að Varmá í Mosfellsbæ. Einnig er vert að minnast á að um næstu helgi eða nánar tiltekið föstudag og laugardag leikur karlalið okkar Haukamenna í EHF bikarnum gegn HC Zomimak frá Makedóniu en báðir leikirnir fara fram í Schenkerhöllinni það er því gott fyrir Haukafólk taka frá þessa daga til þess að skélla sér á handbolta leiki en nánar verður fjallað um þessa leiki seinna í vikunni. Áfram Haukar!