5 leikmen úr Haukum í landsliðsúrtaki fyrir leikina í undankeppni HM hjá KKÍ

Fimm leikmenn úr röðum Hauka voru valdir á landsliðsæfingar fyrir undankeppni HM, en Haukar sitja í efsta sæti Dominos deildarinnar er landsliðshlé er gert á deildinni.

Leikmennirnir eru: Emil Barja, Kári Jónsson, Breki Gylfason, Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson.
Deildin er gríðarlega stollt af þeim fjölda sem voru valdir í þessi verkefni og vonast auðvitað til þess að sem flestir komist í lokahópinn og taki þátt í þeim verkefnum sem framundan eru. Kári Jónsson spilaði nokkuð stórt hlutverk í þeim þeim tveim leikjum sem eru búnir og miðað við frammistöðu hans og liðsins yrði mikil vonbrigði ef hann spilaði ekki jafn stórt hlutverk í þeim leikjum sem framundan eru og má búast við að fleir leikmenn Hauka komist í hópinn.

Mikil umræða hefur verið á miðlum um þetta landsliðsval og talið að það hefði áhrif á leiki Hauka, en kkd Hauka vil taka fram að deildin er stollt af því að framleiða landsliðsmenn og að landsliðsþjálfari hafi verið í góðum samskiptum við þjálfara Hauka með framvindu. Haukar hafa ekki gagnrýnt þetta á neinn hátt og finnst þetta fráleit umræða á allan hátt.