Ungir leikmenn knattspyrndeildar á úrtaksæfingum KSÍ

Ungir leikmenn knattspyrndeildar á úrtaksæfingum KSÍ

Kristófer Jónsson hefur verið valinn til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U17 liðs karla en æfingarnar fara fram í Skessunni 6. – 8. janúar undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands.

Þá hafa þeir Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16 liðs karla en æfingarnar fara fram í Skessunni 8. – 10. janúar undir stjórn Davíðs Snorra, þjálfara U16 landsliðs Íslands. Þeir Óliver og Númi voru einnig valdir á úrtaksæfingar U16 í desember sl.

Þá tóku þær Berglind Þrastardótti, Elín Klara Þorkelsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir þátt í úrtaksæfingum U16 kvenna í desember sl.

Knattspyrnudeild Hauka er afar stolt af þessum efnilegu leikmönnum og framtíðin er svo sannarlega björt.

Kristófer Jónsson

Óliver Steinar og Arnar Númi.

Berglind Þrastardóttir ásamt Helgu Helgadóttur, yfirþjálfara kvennadeildar.

Elín Klara ásamt Helgu Helgadóttur, yfirþjálfara kvennadeildar.

Mikaela Nótt ásamt Helgu Helgadóttur, yfirþjálfara kvennadeildar.

Viktoría Diljá ásamt Helgu Helgadóttur, yfirþjálfara kvennadeildar.