Aðalfundur Hauka 2024

Í gær var haldinn fjölmennur aðalfundur félagsins í Samkomusalnum hér á Ásvöllum. Í ársskýrslu aðalstjórnar kom fram að rekstur félagsins er með ágætum og ársreikningar jákvæðir. Magnús Gunnarsson var endurkjörinn formaður. Aðrir í aðalstjórn félagsins eru, Valgerður Sigurðardóttir varaformaður, Guðborg Halldórsdóttir gjaldkeri, meðstjórnendur Andri Már Ólafsson, Elva Guðmundsdóttir, Brynjar Steingrímsson, Baldur Óli Sigurðsson, Halldór Jón […]

Ertu að gleyma þér? Hjól í óskilum.

Nýlegt hjól er hér í reiðhjólarekka fyrir framan aðalinngang að Íþróttamiðstöðinni og hefur verið hér í um það bil viku. Hjólið er læst. Hvetjum eigandann að vitja hjólsins sem fyrst. Þá væri gott ef einhver þekkir til eigandans að láta hann vita sem fyrst.

Sumarskák

Skákdeild Hauka verður með skáknámskeið í sumar. Námskeiðið stendur yfir frá 4/6-16/7. Byrjendahópur og yngri hópur, (1-5 bekkur) verður kl 17-18 þriðjudaga og fimmtudaga, og eldri og þau sem sem lengra eru komin frá 18-19 þriðjudaga og fimmtudaga. Skráning fer fram á Sportabler undir Sumaríþróttaskóli. ( https://www.abler.io/…/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MjkyNzU= ) Námskeiðið kostar 15.000 fyrir þau sem ekki […]

Andri Már nýr formaður hkd. Hauka

Andri Már Ólafsson var kjörinn formaður handknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi deildarinnar 22. apríl síðastliðinn. Andri hefur starfað fyrir deildina frá aldamótum og setið í stjórn síðan 2017. Litlar breytingar urðu á stjórn deildarinnar og mun hún skipta með sér verkum með hækkandi sól. Sjá má núverandi stjórn hér, https://www.haukar.is/handbolti/stjorn/  

Vellir Sportbar styrkir landsliðskrakka Hauka

Vellir Sportbar, sem er til húsa á Hótel Völlum hefur ákveðið að styrkja yngri leikmenn Hauka í handbolta, sem hafa verið valdir í landsliðsverkefni í sumar. Allir leikmenn handknattleiksdeildar Hauka sem valdir hafa verið og fara í verkefnin U20 og U18 EM karla og U20 og U18 HM kvenna munu fá styrk að upphæð 75 […]