Lele Hardy snýr aftur á Ásvelli

Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta hafa samið við Lele Hardy um að leika með liðinu næsta vetur. Lele er vel kunnug Haukum en hún lék með liðinu tímabilin 2013-2014 og 2014-2015. Lele mun að auki vera aðstoðarþjálfari Ólafar Helgu Pálsdóttur, þjálfara Hauka. Lele er án vafa ein allra besta körfuboltakona sem leikið hefur á Íslandi en […]

Selma Þóra Jóhannsdóttir til liðs við Hauka

Markmaðurinn Selma Þóra Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við Hauka og mun leika með liðinu í Olísdeild kvenna á komandi tímabili. Selma Þóra kemur til Hauka frá uppeldisfélagi sínu, Gróttu þar sem hún hefur verið aðalmarkvörður liðsins undanfarin tímabil. Hún hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands með góðum árangri. Haukar vænta mikils af Selmu […]

Þrír leikmenn Hauka valdnir í 12 manna landslið KKÍ

Þrír leikmenn úr röðum deildarmeistara Hauka voru valdnir í 12 manna landsliðshóp KKÍ sem spilar tvo leiki í undankeppni HM. Kári Jónsson, Breki Gylfason og Hjálmar Stefánsson voru allir valdir í lokahópinn sem spilar tvo leiki erlendis, á móti Búlgörum föstudaginn 29. júní kl. 13:00 (íslenskum tíma) og svo í Finnlandi mánudaginn 2. júlí kl. […]

Ásgeir Örn kominn heim

Landsliðsmaðurinn í handbolta Ásgeir Örn Hallgrímsson er kominn heim í Hauka eftir 13 ár í atvinnumennsku. Hann samdi í dag við Hauka um að spila með þeim en hann kemur heim frá Frakkalandi þar sem að hann hefur spilað síðustu 4 ár með Nimes. Þar á undan spilaði hann með PSG Handball þar sem að […]

Haukar – ÍR í Inkasso deild kvenna á miðvikudag

Haukar mæta liði ÍR í Inkasso deild kvenna á Ásvöllum miðvikudaginn 20. júní og hefst leikurinn kl. 19.15. Eftir frábæran sigur gegn Fylki í síðustu umferð eru okkar stúlkur nú í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig sem er reyndar sami stigafjöldi og lið ÍR er með sem situr í sjötta sæti. Því má fastlega […]

Fullt af Haukafólki landsliðsverkefnum Íslands

Það hefur verið mikið um að vera hjá afreksfólkinu okkar í handbolta síðustu vikur en þá hafa yngri landslið Íslands karla og kvenna megin verið við æfingar sem og A-landslið karla og kvenna en fjölmargt Haukafólk hefur tekið þátt í þeim verkefnum. A landslið karla og kvenna hafa verið við æfingar og leiki en í […]

Breki fer í skóla til USA.

Hinn öflugi leikmaður Dominos deildar liðs Hauka, Breki Gylfason, mun fara í skóla „College“ í USA nk. vetur og ganga til liðs við Appalachian State. Þetta er mikil viðurkenning fyrir Breka, að vera valinn í þenna góða skóla sem staðsettur í N. Carolina. Breki hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu tvö ár í Haukum og var […]

Leonharð lánaður til Gróttu

Leonharð Þorgeir Harðarson mun leika með Gróttu á næsta tímbili. Leonharð hefur leyst af stöðu hægri bakvarðar síðustu tímabil og nú vill hann einbeita sér að hægra horninu. Með hagsmuni Leonharðs í huga varð ákveðið að hann skuli fara á lán til Gróttu þar sem hann mun fá meiri spiltíma. Við óskum Leonharðs góðs gengis […]

Opnað fyrir umsóknir á Afrekslínu Hauka

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á Afrekslínu Hauka, sem samanstendur Afreksskóla Hauka (fyrir 8.-10. bekkinga) og Afrekssviði Hauka (fyrir framhaldsskólanemendur). Fyrri umsóknarfrestu er til 1. júlí og ef ekki fyllist í öll pláss þá verður aftur opnað fyrir umsóknir 1.-10. ágúst. Ítarlegar upplýsingar um starfið er að finna inni á umsóknareyðublaðinu og hvetjum við umsækjendur […]