Frábær sigur á heimavelli

Haukar unnu góðan 5-1 sigur á Völsung í loka leik fyrri umferðarinnar í 1.deild karla í kvöld. Haukar lentu undir í byrjun leiks en gáfu þá í og uppskáru fimm mörk áður en leikurinn var flautaður af. Haukar eru nú í 3.sæti deildarinnar aðeins tveimur stigum frá topp sætinu. Næsti leikur Hauka er á föstudaginn […]

Fréttir af stelpunum

Að sjálfsögðu hafa Haukastelpur verið í baráttunni í 1.deild kvenna undanfarið. Liðinu hefur gengið upp og ofan í sumar og gengið verið frekar undir væntingum ef eitthvað er. Í gær léku stelpurnar við Álftanes og eftir frábæran fyrri hálfleik, þar sem Haukar komust í 1-0 og hefðu átt að vera búnir að skora fjölda marka […]

Haukar taka á móti Völsung í kvöld

Haukar mæta Völsungi í 11. umferð 1. deildar karla í kvöld. Leikurinn fer fram á Schenker-vellinum á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:15. Hauka-fólk er hvatt til að mæta fyrr og fá sér hamborgara og meira til frá kl. 18:00 í veislusalnum og hita upp fyrir leikinn! Haukar eru sem stendur í 3. sæti með […]

Tap gegn Tindastól

Í gærkvöldi mættust Haukar og Tindastóll á Sauðárkróki í 10.umferð 1.deildar karla. Spilað var í logni en grenjandi rigningu lengi vel. Haukar voru í 2.sæti deildarinnar fyrir leikinn en Tindastóll í 10.sæti. Stólarnir komust yfir í byrjun leiks en Hilmar Geir Eiðsson jafnaði metin fyrir Hauka fimm mínútum fyrir hálfleik. Það var síðan gegn gangi […]

Ingvar Guðjóns ráðinn aðstoðarþjálfarai kvennaliðs Hauka

Ingvar Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðaþjálfari m.fl. kvenna og tekur við því starfi af Henning Henningssyni. Ingvar sem er uppalinn Haukamaður hefur staðið sig gríðarlega vel við þjálfun yngri flokka kvenna á undanförnum árum og byggt upp gríðarsterkan hóp yngri leikmanna sem m.a. urðu tvöfaldir meistarar á síðasta keppnistímabili. Um leið og Ingvar er […]

Ingvar Guðjóns ráðinn aðstoðarþjálfarai kvennaliðs Hauka

Ingvar Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðaþjálfari m.fl. kvenna og tekur við því starfi af Henning Henningssyni. Ingvar sem er uppalinn Haukamaður hefur staðið sig gríðarlega vel við þjálfun yngri flokka kvenna á undanförnum árum og byggt upp gríðarsterkan hóp yngri leikmanna sem m.a. urðu tvöfaldir meistarar á síðasta keppnistímabili. Um leið og Ingvar er […]

Haukar lögðu BÍ/Bolungarvík

Það voru ekki frábærar aðstæðurnar sem Haukar og BÍ/Bolungarvík þurftu að spila við í dag en þrátt fyrir sterkan vind og rigningaskúrir af og til tókst liðunum að búa til mikla skemmtun fyrir áhorfendur í leik sem endaði á dramatískan hátt. Gestirnir voru sterkari fyrstu mínúturnar og var það því nokkuð gegn gangi leiksins þegar […]

Stórleikur á Ásvöllum á laugardag

Haukar mæta BÍ/Bolungarvík í 9. umferð 1. deildar karla á Ásvöllum á laugardag kl. 14.00.   Deildin er hnífjöfn en Haukar eru með 15 stig ásamt Víking R og BÍ/Bolungarvík þar sem okkar menn eru í þriðja sæti og BÍ/Bolungarvík er í því fjórða. Um er að ræða gríðarlega mikilvægan heimaleik og er Hauka-fólk hvatt […]

Ólafur E. Rafnsson jarðsunginn í dag

Ólafur E. Rafnsson verður jarðsunginn í dag en útförin fer fram frá Hallgrímskirkju. Ólafur var bráðkvaddur 19. júní síðastliðinn þegar hann sótti fund miðstjórnar FIBA World en Ólafur sat sem forseti FIBA Europe.  Ólafur E. Rafnsson fæddist í Hafnarfirði 7. apríl 1963. Hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013.   Foreldrar hans eru Rannveig […]