10. flokkur kvenna í A-riðil

10. flokkur kvenna gerði góða ferð á Selfoss síðustu helgi þegar þær sigruðu B- riðil og komust í A- riðil. Stelpurnar sem byrjuðu í C- riðli hafa farið upp mót eftir mót og því augljóslega sterkur hópur á ferð.

Hér á eftir má lesa smá ferðasögu sem þjálfari þeirra, Hanna Hálfdanardóttir skrifaði.

 

 


Ferðin hófst á Ásvöllum klukkan 11:00 þar fylltum við 3 bíla. Hálfdan (pabbi Margrétar), Villa (mamma Kristjönu) og Laufey (mamma Freydísar) buðu sig fram í keyrslu fyrir laugardaginn. Ferðinni var heitið til Selfossar og gekk hún mjög vel. Fyrsti leikurinn var á móti FSu og endaði sá leikur 53 – 20 fyrir Haukum. Stelpurnar spiluð vel saman og varð vörnin betri og betri eftir því sem leið á leikinn. Stigaskorið dreifðist á 5 leikmenn en það tóku allar jafn mikinn þátt í leiknum (bæði utan vallar sem innan). Gaman var að sjá spilið og samvinnuna í leiknum. Þær stigahæstu voru Dagbjört með 29 stig, Margrét með 11 stig og Lovísa með 6 stig. En þó hinar voru ekki að skora mest þá voru þær að standa sig vel í öðrum hlutum eins og fráköstum, góðum sendingum og frábærri vörn.

Annar leikurinn var á móti UMFN (Njarðvík) og endaði sá leikur 50 – 23 fyrir haukaskvísunum. Flottur leikur hjá þeim og voru þær stigahæstu Margrét og Dagbjört með 17 stig, Lovísa með 8 og svo Andrea með 6 stig.

Klukkan 07:30 á sunnudagsmorgni þá lögðum við af stað með 3 nýja bílstjóra; Dóru (mömmu Dagbjörtu), mömmu Andreu, pabba Eddu og svo skellti Henning (pabbi Lovísu) sér með líka. Þannig stór var hópur áhorfenda. Fyrsti leikurinn var á móti FSu eins og fyrsta daginn og endaði sá leikur 66 – 45. Stelpurnar unnu leikinn og það var flott en þessi leikur var ekki eins góður og daginn áður á móti FSu og var þjálfarinn ekki alveg nægilega sáttur og tók leikhlé stuttu fyrir leikslok og það hristi aðeins upp í stelpunum til að auka enn frekar á muninum. FSu misstu einn leikmann útaf meiðslum þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum þannig þá voru þær aðeins 4 eftir. Lovísa úr Haukum spilaði síðustu 5 mínúturnar með Fsu og stóð sig vel. Þær stigahæstu voru:Dagbjört með 26 stig, Margrét með 14 stig, Andrea með 9 stig og Lovísa með 8 stig hjá okkur en 2 stig fyrir FSu.

Síðasti leikurinn var á móti Njarðvík og endaði hann 62-30 og var besti leikur stelpnanna  á þessu móti og flott að enda glæsilegt mót með góðum leik. Þær stigahæstu voru: Dagbjört með 26 stig, Margrét með 18 stig og Freydís með 6 stig.

Stelpurnar eru því núna komnar upp í A riðilinn eftir að hafa byrjað í C riðli fyrir 2 mótum síðan. Eftir leikinn var farið í Snælandsvideo við KFC á Selfossi og fengið sér ís og svo lagt af stað heim í Hafnarfjörðinn.

Takk fyrir okkur