Áfram halda Haukastrákar – Komnir í 2 – 0 í rimmunni gegn Val

32. Giderius

32. Giderius

Meistaraflokkur karla í handbolta heldur uppi heiðri Haukamanna þessa dagana en í gær léku þeir annan leik sinn gegn deildarmeisturum Vals í baráttu liðanna í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Nú var leikið í Schenkerhöllinni en Haukar léku gífurlega vel í fyrsta leik liðanna þar sem þeir lögðu Val af velli á þeirra heimavelli 32 – 24 og var því búist við að Valsmenn myndur mæta dýrvitlausir til leiks.

Sú var raunin og mikil barátta var á liðiunnum fyrstu mínúturnar og lítið skorað og til marks um það á jöfnuðu Valsmenn leikinn í 2 – 2 þegar um 11 mínútur voru liðnar af leiknum. Áfram hélt þessi barátta og jafnt var á nánast öllum tölum fyrri hálfleiks en staðan þegar liðin gegnu til hálfleiks var 9 – 8 gestunum í vil.

Sama barátta var upp á teningnum í seinni hálgleik staðan 12 – 12 eftir 10 mínútur í seinni hálfleik. Þá gáfu Haukamenn í og tóku 5 – 1 kafla og staðan skyndilega orðin 17 – 13 Haukum í vil og um 13 mínútur eftir af leiknum. Það kom sér vel fyrir Hauka fyrir lokamínúturnar að hafa náð þessum góða kafla því Valsmenn voru alltaf að elta á lokamínútunum en þegar um 2 mínútur voru eftir náðu Valsmenn að minnka muninn í 1 mark. Haukar fóru í sókn en misstu boltann og fegnu því Valsmenn tækifæri á síðustu mínútunni að jafna en skot þeirra úr horninu fór framhjá og það var síðan Árni Steinn sem innsiglaði Haukasigur með að skora síðasta mark leiksin og lokatölur því 21 – 19 Haukum í vil og staðan orðin vænleg 2 – 0 fyrir í rimmunni.

Allt Haukaliðið átti flottan leik en sá sem skaraði þó framúr var Giedrius í markinu en hann varði 22 skot í markinu sem gerir 54% markvörslu. Markahæstir Haukamanna í leiknum voru Janus með 5 mörk og Tjörvi með 4.

Þó svo að staðan sé orðin vænleg þá er þetta langt frá því að vera búið og því um að gera fyrir Haukafólk á fjölmenna á næsta leik strákanna sem er í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda á þriðjudaginn kl. 19:30 en sigur þar myndi tryggja sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn og því til mikils að vinna. Áfram Haukar!