Haukar Íslandsmeistarar 2008/2009

Eftir glæsilegan leik í gær gegn Valsmönnum í Vodafone-höllinni tryggði meistaraflokkur karla sér Íslandsmeistaratitil í handknattleik í sjöunda sinn á síðustu 10 árum, geri aðrir betur.

Lokatölur í gær urðu 33-25 Haukum í vil, en leikurinn var þó mun jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Haukarnir voru þó alltaf skrefinu á undan Völsurum. 

Mynd: Birkir Ívar og félagar hlaupa inn á völlinn um leið og flautan gellur í Vodafone-höllinni í gærkvöldistefan@haukar.is 

 

Það voru þó Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins og komust svo yfir aftur 2-1, en þá fór Haukavélin í gang og voru Haukar yfir allan tímann eftir það. Fljótlega komust Haukar þremur mörkum yfir og í stöðunni 13-10 Haukum í vil, vissu allir að sigurinn yrði Haukamegin. Valsmenn náðu þó að minnka muninn í eitt mark í hálfleik, staðan í hálfleik 15-16, Haukum í vil.

Seinni hálfleikurinn byrjaði heldur rólega og jafnt var á flestum tölum, en úr stöðunni 20-19 Haukum í vil breyttist staðan í 27-21 í rúmum tíu mínútum og einungis fimm mínútur eftir. Í þeirri stöðu var einungis formgangsatriði fyrir Haukana að klára leikinn og það gerðu þeir með stæl og luku þeir leiknum með átta marka forystu eins og fyrr segir, 33-25.

Glæsilegur leikur og glæsilegt tímabil að enda hjá meistaraflokknum. Við óskum strákunum til hamingju með titilinn, þetta var frábært!

Að vanda var Gunnar Berg Viktorsson markahæstur í liði Hauka með 7 mörk. Andri Stefan kom honum næstur í markaskorun með 6 mörk, Sigurbergur Sveinsson og Freyr Brynjarsson voru með 5 mörk hvor. Kári Kristján Kristjánsson 4, Elías Már Halldórsson 3, Stefán Rafn Sigurmannsson með 2 mörk og Einar Örn Jónsson gerði 1 mark.

Birkir Ívar Guðmundsson var í miklum ham í markinu og varði 23 bolta.

Myndir: Sigurbergur Sveinsson skoraði 5 mörk í leiknum og Birkir Ívar Guðmundsson varði 23 skotstefan@haukar.is