Frændsystkinin Kristján Leifur og Sólrún Inga í landsliðshópum 15 ára og yngri

Sólrún Inga og Kristján LeifurFrændsystkinin Kristján Leifur Sverrisson og Sólrún Inga Gísladóttir voru valinn í landsliðshópa 15 ára og yngri en tilkynnt var um valið í gær. Búið er að velja 17 stúlkur og 18 drengi sem skipa æfingahópanna tvo en að lokum verða það 12 leikmenn sem mynda endanlegt landslið U-15 ára. Liðin munu svo halda til Danmerkur í sumar og taka þátt í Copenhagen Invitational sem haldið hefur verið undanfarin ár og Ísland meðal annars sent lið til keppni sl. tvö ár.

 

Kristján Leifur og Sólrún Inga eru börn systkinanna Svönu og Gísla Guðlaugssonar og hafa þau æft körfu mjög lengi. Systkini Kristjáns hafa öll látið að sér kveða í körfunni en Helena Sverrisdóttir besta körfuknattleikskona landsins fyrr og síðar er elsta systir Kristjáns. Guðbjörg systir hans spilar nú með efsta liði Iceland Express deildar kvenna sem er ósigrað á toppi þeirrar deildar. Davíð elsti bróðir Kristjáns spilaði upp alla yngri flokka Hauka á sínum tíma.