Efnilegir leikmenn skrifa undir samning við meistaraflokk kvenna

Fjórar ungar og efnilegar stúlkur sem eru fæddar árið 2003 og 2002 hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka. Þrjár eru að fara á eldra ár í 3. flokki og og ein á fyrsta ár í 2. flokki en hafa tekið þátt í æfingum með meistaraflokki og hafa spilað með meistaraflokki félagsins, t.d. í Lengjubikarnum sl. vor og jafnvel í Inkasso deild kvenna í sumar.

Stúlkurnar eru Berghildur Björt Egilsdóttir, Elín Björg Símonardóttir, Erla Sól Vigfúsdóttir og Ylfa Margrét Ólafsdóttir.

Knattspyrnudeild Hauka fagnar samningum við þær Berghildi, Elínu, Erlu og Ylfu enda er það Haukum mikið kappsmál að styðja við og rækta unga leikmenn félagsins og er það í takti við þá stefnu að meistaraflokka Hauka að spila fyrst og fremst á uppöldum leikmönnum.

Áfram Haukar. Félagið mitt.