Ég vil hvetja sem flesta Haukamenn að mæta í fjölteflið hjá Hrafni Jökulssyni nú um helgina. Ég sjálfur tefli kl. 23.20 í kvöld og eru Haukamenn hvattir til að koma á svipuðum tíma og tefla og fylgjast með formanninum 🙂 Kveðja, Aui
Ég vil hvetja sem flesta Haukamenn að mæta í fjölteflið hjá Hrafni Jökulssyni nú um helgina. Ég sjálfur tefli kl. 23.20 í kvöld og eru Haukamenn hvattir til að koma á svipuðum tíma og tefla og fylgjast með formanninum 🙂 Kveðja, Aui
Haukamenn gerðu sér lítið fyrir og sendu 6 sveitir til leiks á Íslandsmót skákfélaga, sem hófst um síðustu helgi. Þennan fjölda má að mestu leyti þakka mikilli virkni meðlima og góðs barnastarfs. A-liðið teflir nú í fyrsta skipti í 1.deild, en liðið vann yfirburðasigur í 2.deildinni í vor. B-liðið, sem sigraði 4.deildina í vor, teflir […]
Tæplega 30 krakkar komu á barnaæfingu í dag á Ásvöllum. Þar af meirihlutinn sem ekki hefur komið áður og nokkrir krakkar sem mættu í fyrra. Líklega má þakka það skólaheimsóknum Hróksins og skákdeildar Hauka í síðustu viku. Töluvert var um byrjendur sem þurftu aðstoð við mannganginn og grunnatriði og var því hópnum skipti í 2 […]
Jæja, þar kom loks að því sem menn hafa verið að búast við, að Sverrir Þorgeirsson myndi sigra á Haukaæfingu! Þátttakendur voru 16. Þeir Sverrir og Varði voru í algjörum sérflokki á æfingunni og var það vel við hæfi að þeir skyldu mætast í lokaumferðinni, þar sem um hreina úrslitaskák var að ræða. Varði hafði […]
Vil minna menn á spjallborðið, sem má nálgast í tenglum. Gaman væri að fá skákskýringar frá Haustmótunum, hvort sem í bænum eða norðan heiða. Árni setti nýlega inn þrautir, gaman væri að fá fleiri slíkar og fyrir okkur skúnkana væri ekki verra að fá jafnvel svör líka!
Haukar hófu keppni í bikarkeppni TG í atskák mánudagskvöldið 3.október. Keppnin fór fram í skákhöll Hauka að Ásvöllum. Mikið var um forföll, t.d. voru aðeins 3 af nýju mönnunum mættir til leiks. Það kom þó ekki að sök, því að bæði A- og B- liðin höfðu sigur, en tæpt var það þó. A-liðið vann TG […]
13 manns voru mættir á æfinguna sem fram fór á þriðjudaginn. Þorvarður hafði það enn einu sinni, en eftir mikla baráttu. Árni gat náð honum í lokaskákinni, sem var hörkuspennandi, en hún endaði að lokum með jafntefli, eitt af 3 hjá Varða, en hann tapaði aldrei. Mikil barátta var um 3ja sætið, á milli Svanbergs, […]
Undirritaður tekur nú þátt í Haustmóti Skákfélags Akureyrar. tefldar eru níu umferðir í mótinu. Tíu einstaklingar eru skráðir til leiks og fær maður þvi að tefla við alla í mótinu. Nú þegar þessi orð eru skrifuð eru þrjár umferðir búnar í mótinu. Ég kom inn í mótið í annari umferð og á því eftir að […]
Þeir félagar sem að hafa áhuga á að taka þátt í Íslandsmóti Skákfélaga helgina 7-9 október næstkomandi, vinsamlegast hafið samband við Inga (s:695-0779) eða Aua (s:821-1963) eða í netfangið aui@simnet.is
Sverrir Þorgeirsson gerði sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti á nokkuð sterku hraðskákmóti Garðabæjar, sem fram fór í gærkveldi. Fjórir Haukamenn tóku þátt í mótinu. Sverrir hefur jafnt og þétt verið að þokast nær toppmönnunum á Haukaæfingunum og er það aðeins tímaspursmál hvenær hann fer að vinna æfingarnar reglulega. Við látum hér frásögn […]