Snorri vann!!!!!!!!!!!

Haukamaðurinn Snorri G. Bergsson varð öruggur sigurvegari í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis sem lauk í gærkvöld. Magnús Örn Úlfarsson varð annar og Rúnar Sigurpálsson þriðji. Síðan varð Davíð Kjartansson í 8. sæti. Snorri varð einnig í 2-3 sæti í Íslandsmótinu í Netskák. Halldór Brynjar varð í 7-9. sæti og Davíð Kjartansson í 10-12. […]

Skákæfing 15. nóvember

16 manns tóku þátt í skákæfingunni síðastliðið þriðjudagskvöld. Siggi Sverris mætti galvaskur eftir nokkurt hlé og auk þess var öll ættin samankomin. Snorri þurfti að yfirgefa svæðið snemma vegna veikinda og tók formaðurinn sæti hans. Rögnvaldur byrjaði á því að leggja Varða í 1.umferð, en þeim síðarnefnda tókst að vinna allar skákir sínar eftir það. […]

Skákæfing 8.nóvember

Sverrir Þorgeirsson sigraði sína aðra æfingu á stuttum tíma og skaut aftur fyrir sig mönnum á borð við Heimi og Varða. Röð efstu manna: 1.Sverrir Þorgeirsson 2.Heimir Ásgeirsson 3.Þorvarður F. Ólafsson Aui er væntanlegur með nánari fréttir af þessari æfingu.

Skákæfing 1.nóvember

Gaman var að 20 manns skyldu láta sjá sig á þriðjudagskvöldið var, en þetta er fjölmennasta Haukaæfing í langan tíma. Svanberg þurfti reyndar að fara um miðbik mótsins, en formaður vor sem oft hefur ekki átt heimangengt svona snemma á kvöldin kom sterkur inn í seinni hlutanum. Heimi tókst að vinna sína aðra æfingu í […]

Bikarkeppni TG

B-sveit Hauka atti kappi við skákdeild KR í kvöld (31. okt) í hinni mjög svo glæsilegu KR-höll, einungis spölkorn frá hinni alræmdu ljónagryfju og vöggu íslenskrar knattspyrnu sem KR leikvangurinn að sjálfsögðu er. KR-sveitin mætti þéttskipuð jöxlum og 500 skákstigum hærri á hverju borði, svo það var á brattann að sækja fyrir hina ungu og […]

Haukamenn athugið!!!!!!!

Í kvöld kl. 20.30 keppir B-liðið okkar við KR í Bikarkeppni TG. Teflt verður inn í KR heimili. Kr-ingar hafa boðið öllum Haukamönnum að koma og taka létt mót við hina sem að ekki tefla í atskákmótinu. Við hvetjum alla til að mæta og tefla og hvetja B-liðið í leiðinni.

Skákæfing 25. október

Heimir mætti galvaskur aftur eftir hlé vegna haustmótsins og stöðvaði sigurgöngu Varða. Einungis Varði náði að taka af honum hálfan punkt. Varði mátti enn sætta sig við jafntefli við Sverri undrabarn og varð hálfum vinningi á eftir Heimi. Sverrir varð svo þriðji með 9,5 vinninga. Stefán Pétursson átti gott mót og varð 4-5. ásamt Inga […]

Skákæfing 18.október

Alls voru 16 manns mættir á skákæfinguna síðastliðið þriðjudagskvöld. Keppnin var jöfn og spennandi lengst af, en Varði hafði þetta að lokum. Lokastaðan: 1. Þorvarður Fannar 13,5 af 15 2. Guðmundur Sverrir 12 3. Árni Þorvaldsson 11,5 4. Daníel Pétursson 11 5. Jón Magnússon 10,5 6. Sverrir Þorgeirsson 10 7-8. Ingi Tandri og Ingþór 8,5 […]

Skákæfing 11.október

Björn Freyr Björnsson sigraði með fullu húsi á skákæfingunni 11.október. Björn hefur eflaust verið að vonast eftir meiri samkeppni, en mikið var um forföll toppmannanna. 1. Björn Freyr Björnsson 12 af 12 2. Sverrir Þorgeirsson 10,5 3. Ingþór 8,5 4. Daníel Pétursson 8 5-7. Grímur Ársælsson, Ingi Tandri Traustason, Stefán Pétursson 7 8. Snorri Karlsson […]

Kynslóðabilið brúað á hvítum reitum

Hafnarfjarðarkirkja, Hrókurinn, Kátu biskuparnir, Riddarinn og Haukar standa að skákmóti á laugardaginn fyrir 15 ára og yngri og 60 ára og eldri. Strandbergsmótið í skák verður haldið nk. laugardag 22. október klukkan 13. Mótið er ætlað skákmönnum 15 ára og yngri og 60 ára og eldri. Kynslóðabilið er þannig brúað á hvítum reitum og svörtum. […]