Séræfingar fyrir unglinga

Nokkrar séræfingar hafa verið fyrir bestu ungu skákmenn félagsins og hafa þær verið haldnar á sunnudagskvöldum síðan í byrjun desember. Oftast er byrjað á að fara í byrjanir og eða endaöfl en svo er teflt. Á þessar æfingar hafa mætt þeir Sverrir Þorgeirsson, Kristján Ari Sigurðsson, Geir Guðbrandsson og Herbert Ingi Stefánsson, Auk þess hafa […]

Sverrir Þorgeirsson í Landsliðið

Sverrir Þorgeirsson úr Skákdeild Hauka hefur verið valinn til að keppa á Norðurlandamótinu í skólaskák sem er einstaklingskeppni. Sverrir er langstigahæstur íslenskra keppenda á aldrinum 13-14 ára og hefur hvorki meira né minna en 1870 íslensk skákstig og er rúmum 100 stigum hærri en næsti maður. Til undirbúnings undir norðurlandamótið tekur Sverrir nú þátt í […]

Skákþing Reykjavíkur

Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 6 Haukamenn skráð sig til leiks á SÞR (Skeljungsmótinu), sem hefst á morgun kl.14. Þetta er nú þegar fín þátttaka hjá Haukamönnum, en að sama skapi væri enn skemmtilegra að sjá þá fleiri. Eftirfarandi Haukamenn hafa skráð sig til leiks: Heimir Ásgeirsson Stefán Freyr Guðmundsson Þorvarður Fannar Ólafsson Sverrir […]

Skákmenn Hauka 2005!!!

Skákmenn Hauka að þessu sinni eru 2. Þetta eru þeir Heimir Ásgeirsson og Snorri G. Bergsson. Heimir átti gott ár. Hann varð fyrsti Haukamaðurinn sem vann sér inn rétt til þáttöku í Landsliðsflokki og er ekki á neinn hallað að segja að Heimir hafi verið maður mótsins. Heimir fékk 5,5 vinninga og lenti í 6. […]

Snorri með frábæran árangur!

Haukamaðurinn Snorri G. Bergsson er um þessar mundir að tefla á skákmóti í Hastings á Englandi. Snorri gerði sér lítið fyrir og sigraði skoska stórmeistarann Colin Mcnab (2456) í fyrstu umferð og það með svörtu! Snorri hefur sýnt það undafarið að hann er í mikilli sókn enda búinn að stúdera vel og taka vel á […]

Jólamót Hauka – úrslit

Brynjar Ísak Arnarsson sigraði örugglega á jólamóti Hauka er hann sigraði alla andstæðinga sína 5 og hlaut í verðlaun gómsætan vinning. Í öðru til þriðja sæti voru þeir Hans Adolf Linnet og Jón Hákon Richter með 3,5 vinning. Allir gengu út með vinninga ýmissar gerðar Röð keppenda var annars eftirfarandi: 1. Brynjar Ísak Arnarsson 5 […]

Skákæfing 27.desember

Sverrir Þorgeirsson og Varði urðu efstir og jafnir á lokaæfingu ársins sem fram fór í gærkveldi. Báðir hlutu þeir 11,5 vinning úr 13 skákum. Sverrir vann sannfærandi sigur á Varða í innbyrðisviðureign þeirra og má því segja að hann hafi unnið æfinguna. Rögnvaldur var ekki langt undan með 10,5 vinning og tapaði í rauninni aðeins […]

Skákæfing 20.desember

Næstsíðasta æfing ársins fór fram í gærkveldi. Mætingin var ekki eins góð og síðast, en 10 manns létu sjá sig. Þar á meðal voru tveir Bandaríkjamenn af vellinum, þeir Dayne Nix og Elvin Bitterman. Alltaf gaman að sjá ný andlit.:) Varði byrjaði af krafti og vann hverja skákina á fætur annarri. Hann missti svo niður […]

Loksins skákæfing 13.12 2005 :)

Jæja loksins kem ég þessu inn. Þetta eru úrslit frá síðustu æfingu þann 13.12. Það var góð mæting eða 19 manns. Þar af var eitt nýtt andlit, Dayne Nix, presturinn á hjá hernum á Vellinum. Heimir vann örugglega með 17,5 vinninga af 18. Tapaði aðeins 0,5 á Varða sem að lenti í 2.sæti með 16. […]