Haukamenn í kvennafansi

Í 3. umferð Rvk open skiptust á skin og skúrir hjá Haukamönnum. Á toppnum vann Kveinys Sutovsky, en Íslandsvinurinn Sutovsky fórnaði hrók og manni snemma tafls og átti einu sinni þráskák, en ákvað að tefla til sigurs og tapaði. En þessi skák var ein sú æsilegasta í mótinu hingað til. Brynell gerði jafntefli við Marokkóbúann […]

Skákdeild Hauka stendur sig vel.

Skákdeild Hauka stóð sig með eindæmum vel á Íslandsmóti skákfélaga sem lauk nú um helgina. A-liðið lenti í 3. sæti, og fékk þar með bronsverðlaun og vann sér inn þáttökurétt í Evrópukeppni Skákfélaga í Haust. B-liðið lenti í 2 sæti í 3. deild, með og vann sér þar með rétt til að keppa í 2. […]

Skólaskákmót Hafnarfjarðar

Alls tóku 19 sveitir frá flestum skólum í Hafnarfirði þátt í sveitakeppni Grunnskóla sem haldið var í Strandbergi fyrr í dag. Engidalskóli sendi flestar sveitir eða 6 talsins en 4 sveitir komu frá Hvaleyrarskóla og Setbergsskóla Félagsmenn Hauka komu nokkuð við sögu. Hvaleyrarskóli sem skipuð var Unglingaliði Hauka styrkt af reyndar einum meðlimi úr Taflfélagi […]

Níu Haukamenn skráðir á Rvk Open

Í dag, 20. febrúar, rennur út skráningarfrestur fyrir Reykjavík open 2006. Nú þegar hafa níu Haukamenn skráð sig: Jaan Ehlvest 2619 Aloyzas Kveinys 2517 Stellan Brynell 2493 Snorri G. Bergz 2316 Davíð Kjartansson 2260 Halldór B. Halldórs. 2226 Þorvarður F. Ólafsson 2132 Sverrir Ö. Björnsson 2108 Sverrir Þorgeirsson 1954 Þetta er ágætur hópur. Þrír útlendingar, […]

Haukamenn á Meistaramóti Hellis

Þrír Haukamenn og einn verðandi Haukamaður ;o) eru með á Meistaramóti Hellis, sem nú stendur yfir. Sverrir Þorgeirsson og Stefán Freyr eru að gera mjög góða hluti og eru í 2-5.sæti með 4 vinninga að loknum 5 umferðum. Frammistaða Sverris hefur vakið mikla athygli. Hann sigraði m.a. Íslandsmeistara kvenna, Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2147) og hefur svo […]

Að loknu Skákþingi Reykjavíkur

Nú á dögunum lauk Skákþingi Reykjavíkur 2006. Keppendur voru 58 og komu 9 þeirra úr Haukum! Stefán Freyr og Varði áttu báðir mjög gott mót og hlutu 6 vinninga úr skákunum 9, sem er prýðisgóður árangur. Stefán vann m.a. afgerandi sigur á Birni Þorfinnsyni (2337) og gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2421). […]

Skákæfing 7.febrúar

Það var ágætismæting á æfinguna 7. febrúar eða 16 skákmenn. Varði sigraði með 13 vinninga af 15, en hann gerði jafntefli við Danna og Guðmund og tapaði einni skák – gegn Sverri junior. Sverrir varð svo annar með 12 vinninga og Stefán Freyr þriðji með 11 v og Stefán getur vel við unað því hann […]

Aðstoð óskast.

Þeir sem að hafa möguleika á í næstu viku að hjálpa til við að fara í heimsóknir í skólana í Hafnarfirði með Hinriki Daníelssyni eru vinsamlegast beðnir um að láta mig vita í síma 821-1963 eða aui@simnet.is Einnig verðum við með skákmót fyrir skólana í Hafnarfirði þann 26/2 kl 14, gott væri ef sem flestir […]

Skákæfing 31.janúar

Stefán Freyr vann góðan sigur í fjölmennri skákæfingu í gærkveldi. Stefán hlaut 16 vinninga úr 17 skákum, en einungis Sverri Þorgeirssyni og Stefáni Péturssyni tókst að ná hálfum punkti af kappanum. Heimir var ekki langt undan með 15,5 vinning og Varði hafnaði í 3.sæti með 15 vinninga. Þess má einnig geta að Geir hefur verið […]

Ein umferð eftir á Skákþinginu

Jæja, þá er þetta að vera búið. Stefán Freyr gerði í gær jafntefli við Jón Viktor. Hann náði að snúa á Jón í frekar erfiðri stöðu, að mér fannst, með snjöllu trikki, og það þrátt fyrir að vera í miklu tímahraki. Hann tefldi síðan vel í tímahrakinu og sættist á jafntefli, og mátti Jón þakka […]