Æfing 12. september

Æfingin 12. september var hnífjöfn og spennandi og einungis munaði einum vinningi á fyrsta og fimmta sæti. Varði marði sigur fyrir rest með 11 af 13 – tapaði einungis fyrir Inga Tandra og pulsur gegn Heimi og Árna. Heimir, Sverrir Örn og Stefán Freyr komu næstir með 10,5 vinninga og Árni fimmti með 10 vinninga. […]

Skákæfing 19. sept 2006

11 manns mættu á skákæfinguna á þriðjudaginn var. Nýkrýndur sigurvegari áskorendaflokks, Davíð Kjartansson, mætti og sigraði með fullu húsi. Í öðru sæti 2 vinningum á eftir kom undirritaður, en auk tapsins gegn Davíð lenti hann í Alekínsvarnarmulning að hætti Sverris Arnar. Sverrir þurfti þó að sætta sig við 3-4. sætið eftir að hafa misstígið sig […]

Úrslit æfingarinnar þann 5. sept.

Alls mættu tólf á aðra æfingu vetursins. Einnig er gaman að segja frá því að hann Sverrir Þ. átti afmæli þann dag. Hann fékk afmælisgjöf frá okkur öllum, afmælissöng og sigurinn, en svona fór æfingin: 1. Sverrir Þ. með 10 vinninga 2.Varði með 9,5 v. 3. Jón með 9 v. 4. Stefán P. með 7 […]

Úrslit fyrstu æfningar vetursins!

Þriðjudaginn 29. ágúst hófust Haukaæfningarnar á ný, eftir sumarfrí. Það mættu átta, keppninn var nokkuð hörð, en sjáanlegt að sumir voru hálfryðgaðir eftir langt sumarfrí, þ.á.m. undirritaður. En þessi æfing endaði með sigri Sverris Þ. En Svona fóru herlegheitin. 1. Sverrir Þ. með 13 v. 2. Stefán Freyr með 11 v. 3. Heimir með 10,5 […]

Davíð vann!!

Haukamaðurinn og FIDE-meistarinn Davíð Kjartansson (2287) var sigurvegari áskorendaflokks Íslandsmótsins í skák. Davíð sýndi mikið öryggi og fékk 8 v. af 9 mögulegum. Davíð vann sér inn rétt til þáttöku í Landsliðsflokki að ári. Til hamingju Davíð!!

Æfingar að hefjast!!!

Skákæfingar byrja næstkomandi þriðjudag, 29/8 kl. 1930. Barnaæfingar byrja þriðjudaginn 5/9 kl. 1700. Allir velkomnir. Ókeypis fyrir alla.

Haukar-TK í kvöld.

Haukar og Tk keppa í kvöld á Ásvöllum í Hraðskákkepni Hellis. Það verður byrjað að tefla kl. 19. Allir velkomnir að koma og horfa á.

Tvískákmót Hauka næsta miðvikudag

Miðvikudaginn 26. júlí verður fyrsta tvískákmót Hauka haldið í Haukahúsinu kl. 19:00. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér félaga, dregið verður í lið á staðnum, ekkert mótsgjald og allir eru velkomnir! Reglur um tvískák má finna hér á ensku: http://www.czechopen.net/tournaments/CompleteBughouseChessRules.htm

Úrslit lokaæfingarinnar þann 30.maí

Átta manns mættu á þessa seinustu æfingu vetrarins. Þetta getur talist nokkuð jöfn æfing. Þó endaði hún með fullu húsi hjá Varða. En Árni og Ingi urðu rétt á eftir honum með fimm vinninga. En svona fór æfinginn. 1. Varði með 7 af 7 2.- 3. Árni og Ingi með 5 4. Geir með 4 […]