Tíu manns mættu á æfinguna 26. september og var tefld tvöföld umferð. Heimir vann yfirburðasigur með 17 vinninga af 18 og leyfði einungis sitthvort jafnteflið gegn Varða og Sverri Erni. Sverrir varð annar með 13 vinninga og Varði þriðji með 11,5. Gaman var að sjá tvo nýja menn, Sigurjón Haraldsson og hinn mikla speking Helga […]