Haukastelpur vinna fjórða leikinn í röð

Haukastelpur tóku á móti vinum okkar úr Snæfelli í kvöld. Haukastelpur sýndu gestum sýnum enga gestrisni fyrr en eftir leik því Haukar byrjuðu leikinn með miklum látum og skoruðu fyrstu 12 stig leiksins á innan við 2 mínútum þar af Íris Sverrisdóttir með 2 þrista. Ingaþór þjálfara Snæfells leist greinilega ekkert á blikuna og tók […]

Pétur: Leikurinn mun vinnast á hugarfari frekar en taktík

  Haukar mæta liði Tindastóls á fimmtudaginn næstkomandi í Schenkerhöllinni og er ljóst að leikurinn er gríðarlega mikilvægur báðum liðum. Liðin eru jöfn að stigum í 10.-11. sæti deildarinnar og því um svo kallaðan fjögra stiga leik að ræða. Bæði lið hafa orðið fyrir þjálfaraskiptum á leiktíðinni en Borce Illveski sagði starfi sínu lausu hjá […]

KFÍ skellti Haukum fyrir Vestan

KFÍ vann sinn annan sigur á Haukum í Lengjubikarnum í gærkvöld þegar að liðin mættust á Ísafirði í seinni leik liðanna. Leikurinn var jafn alveg fram í loka fjórðunginn þar sem að Haukar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. Haukar leiddu nánast allan leikinn en þó ekki nema með tveim til sex stigum og vantaði […]

Stelpurnar að rjúka upp töfluna – þriðji sigurinn í röð

Haukastelpur eru á miklu skriði í Iceland Express-deild kvenna. Í gær unnu þær góðan sigur á Njarðvík 67-80 í Ljónagryfjunni. Var þetta þriðji leikur stelpnanna í röð í deildinni en þær eru búnar að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum. Eftir brösuga byrjun í deildinni þar sem fyrstu þrír leikirnir töpuðust hafa þær sannarlega fundið […]

Pétur Guðmundsson tekur við Haukaliðinu

Í kvöld var skrifað undir samning við Pétur Rúðrik Guðmundsson um þjálfun á meistaraflokksliði Hauka í körfu. Pétur hefur undanfarið verið aðstoðarþjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Iceland Express deildinni auk þess að þjálfa yngri flokka hjá Keflavík. Pétur hefur auk þess verið aðstoðarþjálfari í efstu deild hjá tveimur af reynslumestu þjálfurum landsins þeim Friðrik Inga Rúnarssyni […]

Dregið í Poweradebikar karla

Nú rétt í þessu var dregið í Poweradebikar karla en þar eiga Haukar tvo fulltrúa. B lið Hauka var skráð til leiks og spiluðu þeir í forkeppni bikarkepninnar á sunnudaginn síðastliðin þar sem að þeir unnu lið Kötlu og því ljóst að bæði lið Hauka mundu vera í pottinum fyrir 32 liða úrslitin. Haukar drógust […]

Góður sigur á Fjölni

Haukastrákar unnu afgerandi sigur á liði Fjölnis í Lengjubikarnum í gærkvöld og er þetta í þriðja skiptið sem að þessi tvö lið mætast með stuttu millibili. Fyrirfram var búist við jöfnum leik en hinir tveir hafa sigruðust með litlum mun og Fjölnisstrákar áttu glimrandi fínan leik gegn KR í síðustu umferð. Sigur Hauka var aldrei […]

Ívar stýrir liðinu í kvöld

Ívar Ásgrímsson mun stýra liði Hauka þegar að strákarnir spila gegn Grindavík, suður með sjó, í kvöld. Eins og fram kom á þriðjudaginn sagði Pétur Ingvarsson starfi sínu lausu og hefur Ívar verið fenginn til þess að stýra liðinu tímabundið eða þangað til að gengið verður frá ráðningu nýs þjálfara. Ívar hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins […]

Pétur Ingvarsson hættir sem þjálfari

Fréttatilkynning frá körfuknattleiksdeild Hauka. Pétur Ingvarsson, þjálfari meistaraflokks karla hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu sem þjálfari meistaraflokksliðs Hauka síðast liðin 4.ár. Körfuknattleiksdeild Hauka þakkar Pétri kærlega fyrir vel unnin störf á þeim fjórum árum sem Pétur hefur verið þjálfari meistaraflokks karla. Pétur tók við liðinu í fyrstu deild og skilaði því í […]