Stelpubúðir Helenu og Hauka: Dagskrá

Þann 11. og 12. ágúst næstkomandi ætla Helena Sverrisdóttir og Körfuknattleiksdeild Hauka að standa fyrir æfingarbúðum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar eru opnar öllum stelpum á aldrinum 11-16 ára og munu búðirnar standa yfir frá laugardagsmorgni til sunnudagseftirmiðdags. Skráningar eiga að berast á hsverrisdottir@yahoo.com eða í síma 778-6822. Nánari upplýsingar er hægt að sjá með […]

Aaryon Williams til Hauka

Haukar hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi leiktíð í 1. deildinni. Heitir sá Aaryon Williams og lék með New Mexico Highlands í 2. deild háskólaboltans vestra á síðustu leiktíð. Williams var meiddur allt tímabilið 2010-2011 og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en á síðari hluta síðasta tímabils þar sem hann var […]

Stelpubúðir Helenu og Hauka 2012

Þann 11. og 12. ágúst næstkomandi ætla Helena Sverrisdóttir og Körfuknattleiksdeild Hauka að standa fyrir æfingarbúðum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar eru opnar öllum stelpum á aldrinum 11-16 ára og munu búðirnar standa yfir frá laugardagsmorgni til sunnudagseftirmiðdags. Það er um að gera að taka dagana frá en frekari upplýsingar verða auglýstar síðar en vakni […]

Kári Jónsson fer á kostum með U15 ára landsliðinu

Kári Jónsson leikmaður Hauka hefur átt frábæra leiki með íslenska U15 ára landsliðinu á Copenhagen Invitational mótinu, Íslenska liðið hefur unnið alla 4 leiki sína til þessa og spilar til úrslita á mótinu kl: 13:45 á morgun. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í undanriðli mjög örugglega og vann síðan landslið Pólverja í dag […]

Gunnhildur semur til tveggja ára

Gunnhildur Gunnarsdóttir mun klæðast Haukatreyjunni áfram en hún og Haukar hafa komist að samkomulagi um að Gunnhildur spili með liðinu næstu tvö árin. Gunnhildur var einn af máttarstólpum silfurliðs Hauka og er ljóst að hlutverk hennar verður ekki síður minna á komandi leiktíð. Gunnhildur er núna stödd í Noregi með A-landsliðinu sem keppir á NM […]

Emil, Haukur og Guðmundur semja við Hauka

Haukar hafa lokið við að semja við alla leikmenn sína fyrir komandi keppnistímabil. En þeir Emil Barja, Haukur Óskarsson og Guðmundur Kári Sævarsson skrifuðu undir samninga við Hauka í dag um að leika með Haukum næstu 2 árin. Nú liggur fyrir að Haukar munu tefla fram í 1.deild á komandi keppnistímabili þeim leikmönnum sem enduðu […]

Uppskeruhátíð yngriflokka í körfunni

Uppskeruhátíð yngriflokka var haldinn í kvöld mánudag 14.maí að viðstöddum iðkenndum og fjölmörgum foreldrum og aðstandendum. Hátíðin hófst á árlegri keppni í Bolla en að henni lokinni voru veitt verðlaun í til þeirra iðkennda sem þjálfarar deildarinnar töldu aðhefðu skarað fram úr síðast liðinn vetur. Gísli Guðlaugsson formaður barna- og unglingaráðs stjórnaði hátíðinni sem var […]

Einstaklingsþjálfun með Helenu Sverrisdóttur

Haukar í samvinnu við Helenu Sverrisdóttur standa fyrir séræfingum fyrir allar stelpur 12 ára og eldri og hefjast æfingar föstudaginn 18. maí. Lögð verður áhersla á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem mið er tekið af getu hvers og eins. Gerð verður áætlun í upphafi fyrir hvern og einn og fundið út á hvaða þætti lögð verður […]

Emil og Íris mikilvægustu leikmennirnir

Íris Sverrisdóttir og Emil Barja sópuðu að sér verðlaunum á lokahófi körfuknattleiksdeildar á dögunum en fyrir utan það að vera mikilvægustu leikmennirnir fór nafn þeirra meðal annars á stuðningsmannaverðlaunin og Fjalarsbikarinn svo eitthvað sé nefnt. Mikið stuð var á hófinu þar sem að veislustjóri kvöldsins, Henning Henningsson, fór á kostum og sýndi að hann er […]

Gunnhildur, Helena og Ragna Margrét í A landsliðið

Sverrir Sverrisson þjálfari A landsliðs kvenna hefur valið haukastúlkurnar Gunnhildi Gunnarsdóttur, Helenu Sverrisdóttur og Rögnu Margréti Brynjarsdóttur til að leika með liðinu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Osló, Noregi, dagana 23.-27. maí. Allur hópurinn:Gunnhildur Gunnarsdóttir · HaukarHelena Sverrisdóttir · Good Angels KosicePálína Gunnlaugsdóttir · KeflavíkPetrúnella Skúladóttir · NjarðvíkMargrét Kara Sturludóttir · […]