Haukar framlengja við Errea

Errea og Körfuknattleiksdeild Hauka undirrituðu nýjan samning í síðustu viku. Haukar hafa spilað í búningum frá Errea síðustu 2 ár og líkað vel. Mikil ánægja hefur verið með samstarfið við Errea í yngri flokkum félagsins og var því ákveðið að framlengja samningmu,. Samningur Hauka við Errea er til næstu 3 ára.  Á næstu vikum verða […]

Æfingatöflur körfuknattleiksdeildar veturinn 2013-2014

Æfingatafla körfuknattleiksdeildarinnar er orðin klár og hefjast allar æfingar þriðjudaginn 27. ágúst. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast vel með mögulegum breytingum og viðbótarupplýsingum sem kunna að verða settar inn næstu daga. Hér að neðan eru tenglar fyrir æfingatöflurnar veturinn 2013-2014. Æfingatafla körfuknattleiksdeildar stúlkur Æfingatafla körfuknattleiksdeildar drengir

Emil hleypur í minningu Ólafs

Emil Barja leikmaður meistaraflokks karla í körfuknattleik mun reima á sig hlaupaskóna á laugardaginn og ætlar að hlaupa hálft maraþon. Emil hleypur í minningu Ólafs E. Rafnssonar og munu öll áheit sem hann fær renna í Minningarsjóð Ólafs. Hér er hægt að heita á Emil En það eru fleiri körfuknattleiksmenn sem ætla að vaða í […]

Stelpubúðir Helenu og Hauka

Helena Sverrisdóttir og Haukar halda árlegar stelpubúðir í Körfu helgina 10-11.ágúst. Búðirnar eru opnar öllum stelpum 10-16 ára. Haukastelpur eru hvattar til þess að nýta tækifærið og mæta á búðirnar og njóta leiðsagnar bestu körfuknattleikskonu landsins.

Lele Hardy til liðs við Hauka

Haukar hafa gengið frá ráðningu á erlendum leikmanni til að leika með kvennaliði félagsins á komandi leiktíð í Domonos-deild kvenna. Leikmaðurinn sem um ræðir er Lele Hardy og hefur leikið með Njarðvíkingum undanfarin tvö ár sem en Hardy var einnig þjálfari Njarðvíkurliðsins á síðustu leiktíð. Hardy er þekkt stærð hér á landi og Haukum alls […]

Ingvar Guðjóns ráðinn aðstoðarþjálfarai kvennaliðs Hauka

Ingvar Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðaþjálfari m.fl. kvenna og tekur við því starfi af Henning Henningssyni. Ingvar sem er uppalinn Haukamaður hefur staðið sig gríðarlega vel við þjálfun yngri flokka kvenna á undanförnum árum og byggt upp gríðarsterkan hóp yngri leikmanna sem m.a. urðu tvöfaldir meistarar á síðasta keppnistímabili. Um leið og Ingvar er […]

Ingvar Guðjóns ráðinn aðstoðarþjálfarai kvennaliðs Hauka

Ingvar Guðjónsson hefur verið ráðinn sem aðstoðaþjálfari m.fl. kvenna og tekur við því starfi af Henning Henningssyni. Ingvar sem er uppalinn Haukamaður hefur staðið sig gríðarlega vel við þjálfun yngri flokka kvenna á undanförnum árum og byggt upp gríðarsterkan hóp yngri leikmanna sem m.a. urðu tvöfaldir meistarar á síðasta keppnistímabili. Um leið og Ingvar er […]

Ólafur E. Rafnsson jarðsunginn í dag

Ólafur E. Rafnsson verður jarðsunginn í dag en útförin fer fram frá Hallgrímskirkju. Ólafur var bráðkvaddur 19. júní síðastliðinn þegar hann sótti fund miðstjórnar FIBA World en Ólafur sat sem forseti FIBA Europe.  Ólafur E. Rafnsson fæddist í Hafnarfirði 7. apríl 1963. Hann varð bráðkvaddur í Sviss 19. júní 2013.   Foreldrar hans eru Rannveig […]

Þrír leikmenn Hauka í 22 ára landsliðinu

Þrír leikmenn Hauka voru valdir í 22 ára landslið Íslands sem tilkynnt var í dag. Emil Barja, Haukur Óskarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson sem nýlega gekk til liðs við Hauka frá Fjölni. Emil Barja gat ekki gefið kost á sér í verkefnið en Haukur og Arnþór munu verða fulltrúar Hauka í liðinu. Heimasíðan óskar þeim […]