Skötuveisla á Þorláksmessu

Við minnum á hina árlegu skötuveislu sem haldin verður að venju hér í hátíðarsalnum að Ásvöllum á Þorláksmessu. Boðið verður uppá skötu og saltfisk ásamt meðlæti í föstu og fljótandi formi. Veislan hefst kl. 12:00 og æskilegt er að menn skrái sig með fyrirvara til að auðvelda innkaup hráefna. Skráning í síma 525-8700 eða á […]

Tilnefningar til íþróttafólks Hauka 2013

Viðurkenningahátíð Hauka 2013 – Íþróttafólk Hauka 2013  Tilnefningar hafa borist frá deildum félagsins og kjöri íþróttafólks og þjálfara er lokið. Úrslit verða kynnt og krýning fer fram á Viðurkenningarhátíð á gamlársdag og munu nánari fréttar um það koma síðar. Eftirtalin voru tilfnefnd: Íþróttakona Hauka:Díana Harpa Ríkharðsdóttir, AlmenningsdeildEva Ósk Gunnarsdóttir, KaratedeildGunnhildur Gunnarsdóttir, KörfuknattleiksdeildHulda Sigurðardóttir, KnattspyrnudeildMarija Gedroi, […]

14 leikmenn yngri flokka kkd. í yngri landsliðum

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti núna fyrir stuttu æfingahópa fyrir yngri landsliðin sem munu æfa saman yfir jólin. Körfuknattleiksdeild Hauka á 14 fulltrúa í þessum landsliðshópum og er mjög stolt af þessum mikla fjölda og sýnir vel hið góða starf sem deildin stendur fyrir. Eftirtaldir aðilar voru valdir í æfingahópa fyrir jólin: U15 StúlknaAnna Lóa ÓskarsdóttirHólmfríður Rut […]

Haukar heimsækja KR í kvöld

11. og loka umferð Domino‘s deildar karla fyrir jól fer fram í kvöld og spila Haukar gegn KR. Haukar, sem unnu góðan sigur á Skallagrími á föstudag, freistar þess að verða fyrsta liðið til að leggja KR að velli í deildinni í vetur. KR trónir á toppi deildarinnar með 20 stig en Haukar eru með […]

Haukar unnu báða leikina í tvíhöfðanum

Bæði meistaraflokkur kvenna og karla sendu gestina heim með 0 stig í farteskinu. Báðir leikir byrjuðu ágætlega jafnir en Haukaliðin tóku svo að síga framúr í seinnihálfleik   Hér má lesa nánari umfjallanir um leikina hjá Karfan.is Haukar 64-53 Hamar  Haukar 76-59 Skallagrímur 

Tvíhöfði á föstudaginn

Það verður nóg um að vera á Ásvöllum á föstudaginn en bæði lið Hauka í Domino‘s deildunum leika leiki sína þann dag. Haukastúlkur fá Hamar í heimsókn og Skallagrímur mæta drengjunum. Bæði lið eru í mikilli baráttu við liðin á toppnum og sigur í þessum leikjum nauðsynlegur til að halda þeirri baráttu áfram. Skallagrímur situr […]

Þrír leikmenn Hauka í 18 ára landslið KKÍ

Þrír leikmenn Hauka, Kári Jónsson, Kristján Leifur Sverrisson og Hjálmar Stefánsson, hafa allir verið valdir í 20 manna æfingahóp KKÍ sem mun koma saman um jólin og er að æfa fyrir Evrópukeppnina. Kári hefur spilað stórt hlutverk í spútnikliði Hauka í mfl. í vetur þó hann sé einungis 16 ára og Kristján og Hjálmar hafa […]

Feðgarnir Jón og Kári bornir saman

Feðgarnir Jón Arnar Ingvarsson og Kári Jónsson hafa verið sýnilegir hjá Ruslinu á karfan.is í dag og í gær. Fyrir þá sem ekki vita þá er helsta umfjöllunarefni Ruslsins tölfræði og er þar tekið saman hin ýmsu afrek manna á vellinum. Það sem þeir feðgar eiga sameiginlegt er að þeir byrja báðir að spila með […]

Haukar spila í Þorlákshöfn í kvöld

Haukastrákarnir fara til Þorlákshafnar í kvöld og spila við Þór kl. 19:15. Búast má við hörkuviðureign þar sem þau eru jöfn að stigum 4/4 um miðja deild. Haukum var spáð 8. sætinu en Þór 7. og er þetta því mikilvægur leikur fyrir bæði félög. Til gamans má geta að þessi lið drógust saman í 8. […]

Útileikir í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins

Nú rétt í þessu var dregið í 8 liða úrslit Powerade bikars karla og kvenna í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sem fara fram 18.-20. janúar 2014. Haukar koma til með að mæta Fjölni í Grafarvogi í kvenna flokki en strákarnir halda til Þorlákshafnar og spila við Þór. 8 liða úrslit kvenna: Grindavík – KR Valur – […]