Magnaður sigur Hauka

Haukar unnu Keflavík örugglega í oddaleik á skírdag 96-79. Frábær liðsheild Hauka inni á vellinum og gríðarlega öflugur stuðningur Hauka áhorfenda skóp þennan sögulega sigur á reynslu miklu liði Keflavíkur. Sigurinn er sögulegur því Haukar hafa ekki síðustu 15 ár komist í 4 liða úrslit á Íslandsmóti í körfubolta. Þá eru Haukar annað liðið í […]

Málum bæinn rauðan!

Ágætu Haukar! Á morgun kl. 16 í Schenker höllinni verður háður oddaleikur úrslitarimmu Hauka og Keflavíkinga. Í tilefni dagsins verður öllu tjaldað til enda um beina útsendingu að ræða og nokkuð síðan að karlalið Hauka hefur verið í þetta góðri stöðu. Haukar eru með ungt lið – flestir eru á aldrinum 17-23, strákar sem uppaldir […]

Haukar – KR Dominos deild kv. kl.19:30

Haukar munu etja kappi við KR í Dominos deild kvenna í kvöld, miðvikudaginn 1. apríl, kl. 19:30. Þetta er síðasti deildarleikur stelpnanna fyrir úrslitakeppnina og hvetjum við alla til að mæta og styðja stelpurnar. Stelpurnar hafa komið á óvart í vetur og hafa nú þegar tryggt sér þriðja sætið í deildinni en þeim var spáð […]

Forsala á oddaleik Hauka og Keflavíkur í kvöld

Forsala aðgöngumiða á oddaleik Hauka og Keflavíkur fer fram í kvöld milli 19:00 og 20:00 í miðasölu Ásvalla. Við hvetjum alla til þess að forðast raðir á leikdegi og næla sér í miða í forsölu. Oddaleikur Hauka og Keflavíkur fer fram á morgun skírdag klukkan 16:00 og opnar húsið 15:00. Áfram Haukar

Frábær sigur í fjórða leik – Oddaleikur á fimmtudag kl. 16:00 í Schenkerhöllinni

Haukarnir gerðu góða ferð til Keflavíkur og unnu þar gríðarlega mikilvægan sigur á heimamönnum í hörku leik. Leik sem bauð uppá allt sem áhorfendur vilja fá að sjá í íþróttaleik, spennu, dramatík, hörku, baráttu og ótrúlegan viðsnúning. Strákarnir byrjuð ágætlega og leiddu eftir fyrsta leikhluta 22-20 en ljóst var á báðum liðum að spennustígið var […]

Fjórði leikur í viðureign Hauka – Keflavíkur í kvöld kl. 19:15 í Keflavík

Hauka strákarnir náðu að halda sér á lífi í úrslitaeinvíginu gegn Keflvíkingum. Strákarnir spiluðu mjög vel á föstudaginn og leiddu leikinn lengst af en leikurinn var jafn og vel leikinn af beggja hálfu. Strákarnir náðu loksins að halda haus allan leikin og klárðu hann af öryggi. Í kvöld, mánudag, verður fjórði leikurinn í Keflavík og […]

Rútuferð á fjórða leik Hauka og Keflavíkur

Kæra Haukafólk Eftir frábæran heimasigur strákanna í þriðja leiknum í Schenkerhöllinni er staðan núna 2-1 fyrir Keflavík og strákarnir eru ákveðnir í því að tryggja sér oddaleik á heimavelli með sigri í Keflavík. Nú þurfum við að fjölmenna suður með sjó og hvetja liðið okkar til sigur. Því ætlum við að mynda frábæra stemningu og […]

Haukar – Keflavík, leikur 3

Bakið er komið upp við vegg og leiða Keflvíkingar rimmuna 2-0, en okkar menn hafa sýnt það í síðustu tveimur leikjum að þetta er hægt og nú er bara að hafa trú á verkinu. Leikur 3 fer fram á föstudaginn og hefjast leikar kl. 19:15 að venju, nú þurfum við að smekkfylla stúkuna og garga […]

Leikur nr. II í Keflavík

Haukarnir fara til Keflavíkur í kvöld, mánudaginn 23. mars og munu etja kappi við heimamenn í leik nr. II í úrslitakeppni Dominos deildar. Keflvíkingar unnu fyrsta leikinn í Schenkerhöllinni eftir að Haukarnir höfðu leitt allan leikinn en það þurfti framlengingu til að knýja fram sigur. Haukarnir spiluðu ágætlega mesta hluta leiksins en vantaði smá þor […]

Haukar – Hamar í Dominos deild kvenna í dag kl. 16:30

Haukastúlkur taka á móti Hamri í dag, laugardaginn 21. mars, kl. 16:30 í Schenkerhöllinni. Stelpurnar hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og hafa unnið fyrstu þrjá leikina í fjórðu umferðinni, á móti Íslandsmeisturum Snæfells á útivelli, bikarmeisturum Grindavík og útivelli og svo Keflavík á heimavelli. Haukar eru í harðri baráttu um sæti í […]