Nýji erlendi leikmaður Hauka spilar í kvöld

Nýji erlendi leikmaður Hauka, Slavica Dimovska verður með liðinu í kvöld þegar það mætir Keflavík í undanúrslitum Powerade-bikarins. Slavica sem er leikstjórnandi lék á síðustu leiktíð með Fjölni í Iceland Express-deild kvenna og stóð sig með prýði. Það verður spennandi að fylgjast með henni í vetur. Áhugasamir geta séð hana þreyta frumraun sína í kvöld í […]

Yngvi: Það verður ekkert gefið eftir

Haukar eru komnir fimmta árið í röð í undanúrslit Powerade-bikarsins en Haukar lögðu Val að velli í átta liða úrslitum á sunnudagskvöld. Yngvi þjálfari stelpnanna sagði í samtali við heimasíðuna vera nokkuð spenntur fyrir kvöldinu.   ,,Það var fínn sigur hjá okkur í síðasta leik gegn Val. Við höfum ekki spilað mikið undanfarið og við […]

Powerade í kvöld

Klukkan 19:00 í kvöld leika Haukar og Keflavík til undanúrslita í Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Er leikið í Laugardalshöll. Hinn undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign KR og Grindavíkur og hefst hann kl. 21:00. Haukar hafa áður leikið í undanúrslitum Powerade-bikarins eða hinum fjóru fræknu og er þetta í fimmta sinn og fimmta árið í röð sem […]

Sara Pálmadóttir: Erfitt að hætta

Haukar leika gegn Keflavík annað kvöld í undanúrslitum Powerade-bikarins. Leikmannahópurinn er ekki stór þessa stundina og voru aðeins níu leikmenn á skýrslu í síðasta leik. Sara Pálmadóttir sem ákvað eftir síðasta tímabil að leggja skóna á hilluna frægu hefur æft með liðinu að undanförnu og var í leikmannahóp liðsins á sunnudagskvöld þegar Haukar mættu Val. […]

Sigur í framlengdum leik

Mfl. kvenna tryggði sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins eða hinum fjóru fræknu á sunnudagskvöld með sigri á Val. Leikið verður á fimmtudagskvöld í Laugardalshöll og eiga Haukar leik kl. 19.00. Sigur Hauka á sunnudagskvöld gegn var allt annað en auðsóttur og þurfti framlengja leikinn til þess að knýja fram úrslit. Staðan eftir venjulegan leiktíma var […]

Leikmannarit Fjalars 2008-2009

Núna fyrir komandi tímabil mun í fyrsta skipti koma út leikmannarit Fjalars. Blaðið mun innihalda upplýsingar um leikmenn meistaraflokkanna, yngri flokka og starfsemi körfuknattleiksdeildarinnar en þó má frekar tala um bók í þessu samhengi þar sem blaðið verður hátt í 100 blaðsíður í A4 stærð. Þar sem prentkostnaður er mjög mikill neyðist deildin til að […]

Powerade-bikarinn hefst í kvöld

Í kvöld hefst körfuboltavertíðin þegar Powerade-bikarinn fer af stað. Haukastelpur hefja leik á heimavelli en þær fá Val í heimsókn í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Haukar hafa unnið þennan bikar tvisvar sinnum árin 2006 og 2007. Aðrir leikir í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins eru: KR-FjölnirKeflavík-SnæfellGrindavík-Hamar Mynd: Landsliðskonan Kristrún Sigurjónsdóttir er lykilmaður í Haukaliðinu […]

Yngri flokkarnir að fara af stað

Keppnistímabil yngri flokkana hefst um helgina en þá fer fram keppni í fyrstu umferð. Stúlknaflokkur og 8. flokkur karla verða á ferðinni. Stelpurnar keppa í Grindavík en strákarnir í 8. flokki verða á heimavelli. Stúlknaflokkur er í A-riðli en þær eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Þjálfari þeirra er Davíð Ásgrímsson. Áttundi flokkur drengja er undir stjórn Ómar […]

Slavica Dimovska til Hauka

Kvennalið Hauka hafa ákveðið að styrkja sig fyrir slaginn í IE-deildinni og hafa ráðið til sín erlendan leikmann. Leikmaður þessi er öllum hnútum kunnugur í deildinni en þetta er fyrrum leikmaður Fjölnis Slavica Dimovska. Mynd: Slavica Dimovska fyrrum leikmaður Fjölnis er gengin í raðir Hauka – Jón Björn Ólafsson Slavica kemur frá Makedóníu og hefur […]

Myndir: Valsmótið

Haukar léku á Valsmótinu í körfuknattleik um síðustu helgi. Gísli Freyr Svavarsson var á svæðinu með myndavélina og tók nokkrar myndir.