Firma- og hópakeppni Hauka 2009

Firma- og hópakeppni Hauka verður að þessu sinni haldin laugardaginn 11. apríl 2009. Leikið verður á Ásvöllum, á tveim löglegum körfuboltavöllum samtímis, fyrir utan úrslitaleikinn sem verður leikinn á aðalvellinum. Leikið verður að mestu eftir venjulegum körfuboltareglum, nema leikurinn verður 2 X 12 mínútur, og klukkan aðeins stöðvuð síðustu 2 mínúturnar í leiknum. Til að […]

Oddaleikur á miðvikudag

Haukar töpuðu fyrir KR í gærkvöldi í 4. leik liðanna í úrslitum Iceland Express-deild kvenna 65-56. Þar með þarf oddaleik til að knýja fram Íslandsmeistaratitilinn og leikið verður á Ásvöllum á miðvikudag kl. 19.15. Leikurinn í gær var sveiflukenndur og voru Haukar yfir 18-28 um miðjan 2. leikhluta. Þá kom frábær leikkafli frá KR þar […]

Haukastúlkur komnar í 2-1

Það var boðið uppá frábæran körfubolta á Ásvöllum í gærkvöldi þegar Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Bikarmeisturum KR í 3 leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn var frábær skemmtun og alls ekki fyrir hjartveika en gríðarleg spenna var á lokamínutum leikssins þar sem Slavica setur risastórara þriggja stiga körfu niður og Haukastúlkur og áhorfendur Hauka […]

Tímabilið búið hjá Haukum

Haukar töpuðu á þriðjudagskvöld fyrir Fjölni í oddaleik liðanna um sæti í úrslitum 1. deildar karla. Það verða því Fjölnismenn sem mæta Val í úrslitum um laust sæti í Iceland Express-deildinni að ári. Haukar leika því enn eitt árið í 1. deild en stefnan fyrir tímabilið var að fara upp um deild. Leikurinn á þriðjudag […]

Haukastelpur jöfnuðu metin

Haukastelpur jöfnuðu metin gegn KR í kvöld í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu 64-68 eftir að hafa leitt með einu stigi í hálfleik. Haukar leiddu mest allan leikinn og unnu að lokum sanngjarnan og jafnframt mikilvægan sigur. Næsti leikurinn í þessu einvígi er á fimmtudagskvöld á Ásvöllum og hefst leikurinn kl 19.15. ÁFRAM HAUKAR!!!!!!!!

Haukastrákar gefast ekki upp

Haukar unnu Fjölni fyrr í kvöld í undanúrslitarimmu liðanna í 1. deild karla. Þar með jöfnuðu Haukar einvígið í 1-1 og þarf því oddaleik á þriðjudagskvöld til þess að knýja fram sigurvegara. Lokatölur leiksins voru 70-73. Haukar voru yfir næstum allan leikinn en Fjölnir leiddi 7-5 í upphafi. Eftir það voru það Haukar sem voru […]

KR-ingar unnu á Ásvöllum

Haukastelpur töpuðu fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Tóku þær á móti KR á Ásvöllum í dag og höfðu gestirnir betur 52-61. Sóknarleikur Hauka var í molum stóran hluta af leiknum og áttu þær afar erfitt uppdráttar þegar kom að því að skora. KR-ingar hafa þar með tekið forystuna í einvígi liðanna en það lið […]