Helena á topp 5

Í gærkvöldi var kjör til íþróttmanns Íslands kunngjört og var Helena Sverrisdóttir fjórða í kjörinu en Ólafur Stefánsson handknattleikskappi var kjörin íþróttamaður Íslands. Er þetta í fjórða skipti sem hann er kjörinn – sannarlega glæsilegur árangur það. Helena var í gærkvöldi í fyrsta skipti meðal tíu efstu en hún var fjórða í kjörinu og hlaut […]

Haukar styrkja sig

Haukar hafa ákveðið að styrkja sig fyrir átökin í 1. deild karla á nýju ári. Hafa þeir ráðið til leiks Landon Quick sem lék með Skallagrími í Iceland Express-deildinni á síðustu leiktíð. Landon kom til Skallagríms fyrir seinnihlutan á síðustu leiktíð og spilaði 12 leiki í IE-deildinni. Í þessum 12 leikum skoraði hann 20,1 stig […]

Helena körfuknattleikskona ársins

Helena Sverrisdóttir hefur verið valin körfuknattleikskona ársins fyrir árið 2009 af körfuknattleikssambandi Íslands. Er þetta í fimmta sinn í röð sem hún er valin en það er met hjá KKÍ. Jón Arnór Stefánsson var valinn maður ársins og er þetta í sjöunda sinn á síðustu átta árum sem hann er valinn. Helena leikur með hinu […]

Helgi og Ragna Margrét körfuknattleiksfólk ársins

Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Helgi Björn Einarsson voru valin körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður Hauka fyrir árið 2009 í jólaveislu körfuknattleiksdeildarinnar s.l. föstudagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem annað hvort þeirra er valið körfuknattleikfólk ársins. Helgi Björn er 20 ára gamall framherji. Helgi er mjög áberandi í leik Haukaliðsins sem er á toppi 1. deildar karla […]

Actavismótið um helgina

  Hið árlega actavismót í Körfubolta fer fram um helgina og verður bæði leiki á laugardegi og sunnudegi á allt að 6 völlum í einu. Leikjaprógramið er tilbúið og hægt er að sækja það hér á síðunni. Actavismótið er stórt og mikið mót og því alltaf þörf á öflugum sjálfboðaliðum til að dæma leikina ena […]

Úrslitin réðust á síðustu stundu

Þá var hörkuspennandi slagur að Ásvöllum í gær þar sem Íslandsmeistarar Hauka tóku á móti Hamri. Hamarskonur unnu leikinn 64-65 þar sem Ezell hefði getað tryggt Haukum sigurinn þegar leiktíminn rann út. Brotið var á Ezell í þriggja stiga skoti og Hamar tveimur stigum yfir. Ezell misnotaði tvö fyrstu skotin en það þriðja fór ofan […]

Andri og Guðmundur í U18

Bárður Eyþórsson, þjálfari U18 karla, hefur valið 29 manna hóp sem hann mun svo velja endanlegt lið fyrir NM í maí á næsta ári. Í þessum hópi eiga Haukar tvo fulltrúa en þeir Andri Freysson og Guðmundur Kári Sævarsson leikmenn drengjaflokks. Æft verður í Dalhúsum næstu helgi, tvær æfingar verða á hvorum degi:Laugardagur: 12-14 og […]

Heather maður leiksins

Stjörnuleikur KKÍ fór fram um síðustu helgi og var leikið í íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi. Fjölmargir lögðu leið sína til að berja nýjar og gamlar stjörnur augum sem og margar af stjörnum sjónvarpsskjáarins. KKÍ bryddaði upp á þeirri nýjung í ár að etja saman eldri landsliðsmönnum gegn leikurum og þekktum einstaklingum og mátti þar sjá […]

Haukastelpur fara í Hólminn

Í gær var dregið í 8-liða úrslit Subwaybikars kvenna. Það var hinn heimsfrægi Egill Gills Einarsson sem sá um að draga. Haukar fengu útileik gegn Iceland Express-deildarliði Snæfells. Þessi lið mættust fyrir viku síðan og þá höfðu Haukar betur. Leikir verður helgina 16.-17. janúar.