Kynning á körfuboltareglum

Í tengslum við leik Hauka og íR á morgun mun Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari yngriflokka, vera með reglukynningu fyrir foreldra yngriflokka körfuknattleiksdeildar. Kynningin hefst kl. 18:00 og af yfirferð lokinni geta þátttakendur gætt sér á ljúffengum hamborgurum og pizzum áður en leikur Hauka og ÍR hefst. Dreifirit sem fór til foreldra má lesa með því að […]

IE – deild kvenna: Haukar halda í Grafarvoginn

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta mætir á morgun liði Fjölnis í Iceland Express deildinni. Leikurinn hefst kl. 19:15 og leikið er í Íþróttamiðstöðinni Grafarvogi. Haukar sitja sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 6 stig en Fjölnisstúlkur sitja á botni deildarinnar með ekkert stig. Haukar bættu við sig erlendum leikmanni fyrir síðustu umferð, Katie Snodgrass, og […]

Video frá leik Stálúlfs og Hauka

Haukar mættu Stálúlfi í Poweradebikarnum á sunnudaginn síðasta og höfðu 51 stigs sigur 53-114 og er því komnir áfram í bikarnum. Heimasíðan var á svæðinu og náði nokkrum sóknum hjá Haukaliðinu.  

Haukar áfram í 16 liða úrslit Poweradebikarsins

Haukar eru komnir áfram í 16 liða úrslit Poweradebikarsins er þeir unnu öruggan sigur á Stál úlfi í í dag.Stál úlfur náði að stríða Haukunum framan af en þegar Haukar skiptu um gír fór ekki á milli mála hvoru megin sigurinn myndi lenda. Því miður var ekki tekin tölfræði þannig að lesendur verða að láta sér nægja […]

Fínn sigur Hauka á Snæfelli

Haukar og Snæfell áttust við í 6. Umferð Iceland-Express deildarinnar í gærkvöld á Ásvöllum. Haukar léku með nýjan útlenskan leikmann innanborðs, Katie Snodgrass, sem spilar stöðu bakvarðar. Hún virtist falla vel að leik Haukastúlkna og unnu þær leikinn 70-59. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og skoruðu fyrstu 7 stig leiksins. Þær héldu áfram að gefa í og […]

Búið að draga í bikarkeppni yngri flokka

Dregið var í 16. liða úrslitum bikarkeppni yngriflokka KKÍ í gær og var það Sævaldur Bjarnason, þjálfari mfl. karla hjá Breiðablik, sem aðstoðaði við dráttinn. Á næstu dögum verður svo gengið frá niðurröðun á leikjum. Haukar eiga fulltrúa í flestum flokkum og hér má sjá hvaða lið Haukaliðin spila á móti. 9.fl. karla:Stjarnan b – Haukar. […]

Haukar styrkja sig

Haukar hafa ráðið til sín erlendan leikstjórnanda að nafni Katie Snodgrass fyrir komandi átök í IE – deild kvenna. Leikmaður inn er væntanlegur til landsins í dag og verður að öllum líkindum með Haukum þegar þær mæta Snæfelli í deildinni á morgun á Ásvöllum. Katie hefur leikið undanfarin ár í þýskalandi bæði í 1. og […]

Tap gegn Keflvík í gær

Í gær spiluðu stelpurnar við Keflavík í 5. umferð Iceland Express deildarinnar. Keflavíkurstúlkur voru ósigraðar fyrir leikinn og var því von á erfiðum leik. Leikurinn byrjaði mjög hægt og komu fyrstu stigin ekki á töfluna fyrr en tæpar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík skoraði fyrstu 9 stig leiksins og náðu stelpurnar ekki að […]

9. flokkur kvenna í A – riðil í fyrsta skipti:

Stelpunar í 9.flokki kvenna stóðu sig með mikilli prýði á fjölliðamóti á Flúðum í gær og í dag.  Þær unnu 3 leiki af 4 sem skilaði fyrsta sæti í B-riðli.  Liðið mun því spila í A-riðli í fyrsta skipti á næsta móti.  Því miður voru aðeins 3 lið í riðlinum, en leikin var tvöföld umferð. […]