Pétur: Á von á erfiðum leik

Þór Þorlákshöfn mætir á Ásvelli á morgun, væntanlega með fríðu föruneyti, og leika gegn Haukum í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins. Þór hefur gengið vel í 1. deildinni það sem af er vetri og ekki tapað leik. Pétur Ingvarsson á von á mjög erfiðum leik gegn Þór enda með vanan mann í brúnni. „Benni (Benedikt Guðmundsson) […]

Gengi Hauka í bikar síðustu ár

Haukar mæta á föstudaginn liði Þórs frá Þorlákshöfn í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins.  Leikið verður á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:15. Gengi Hauka í bikarkeppni KKÍ hefur ekki verið upp á marga fiska síðustu ár og hefur liðið lengst náð inn í 8-liða úrslit á síðustu fimm árum og munum við rekja gengi liðsins þessi […]

Unglingaflokkur kvenna í 2.sæti

Stelpurnar í unglingaflokki lentu í hörkuleik gegn fyrnasterku liði Snæfells í gær.  Bæði lið voru reyndar skipuð föngulegum hóp meistaraflokksstúlkna í bland við stelpur sem ekki eru byrjaðar í m.fl.  Leikurinn fór hægt af stað en hægt og bítandi sigu Snæfellstúlkur fram úr og munaði 6 stigum á liðunum í hálfleik 22-28 fyrir Snæfell.   […]

Haukur með 22 stig í tapi gegn Njarðvík

Haukum tókst ekki að sigra sinn fjórða leik í deildinni er þeir mættu liði Njarðvikur í Ljónagrifjunni í gærkvöld. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og fram eftir leik en í fjórða leikhluta tóku heimamenn öll völd á vellinum og sigruðu að lokum með 13 stigum 80-67. Njarðvík komst með sigrinum við hlið Hauka í […]

Öruggur sigur Hauka í Grindavík

Í gær áttust  við Grindavík og Haukar í 9. umferð IEX-deildarinnar. Haukar sigruðu leikinn örugglega 41-61 og sitja nú í 3.-4. sæti ásamt KR-ingum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og gekk báðum liðum erfiðlega að skora. Haukar höfðu þó 9 stiga forystu í hálfleik 18-27. Í þriðja leikhluta náðu Grindvíkingar að saxa […]

Unglingaflokkur karla áfram í bikarnum

Unglingaflokkur karla gerði góða ferð í Vodafone höllina á miðvikudagskvöldið og sigraði sameiginlegt lið Vals/ÍR í 8.liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Leikurinn endaði Valur/ÍR 81 – Haukar 106 og komust Íslandsmeistara Hauka í þessum flokki því örugglega áfram eftir frábæran leik okkar stráka.  Heimasíðan fékk pistil frá Ívari Ásgríms þjálfara.   Haukar byrjuðu gríðarlega vel og voru […]

9 flokkur karla hélt sér í A riðli

9. flokkur karla lék í A-riðli um helgina og er helgin hjá þeim gerð upp í léttri fréttaskýringu. Laugard. 20.11.2010 Haukar  53 –  52 Ármann Naumur sigur hjá Haukastrákum og var þetta þjófnaður af verstu gerð. Vitað var að Ármenningingar væru með þrjá mjög sterka og stóra stráka og það þyrfti að stöðva þá en […]

Tap gegn meisturum Snæfells

Haukar sýndu ekki sparihliðina í kvöld þegar lið Snæfells lék gegn þeim í IE-deildinni á Ásvöllum í kvöld. Meistarar Snæfells voru að spila töluvert betri leik og unnu að lokum með 16 stigum 89-105 eftir að hafa náð mest 21 stiga forystu. Haukar sitja sem fyrr í 8. sæti en Snæfell styrkti stöðu sína á […]

KR sterkari í DHL-höllinni

Í gær fór fram viðureign Hauka og KRí Iceland-Express deild kvk. Liðin voru fyrir leikinn jöfn að stigum og var því um mikilvægan leik að ræða. Kr-ingar byrjuðu leikinn mun betur og fengu hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. Haukar skoruðu aðeins 6 stig í fyrsta leikhlutanum og staðan að honum loknum 20-6. Haukastelpur komu sterkari […]