Tvíhöfði í Schenkerhöllinni á laugardag

Það verður sannkölluð handboltaveisla á laugardaginn í Schenkerhöllinni þegar að báðir meistaraflokkar Hauka í handbolta eiga heimaleik. Kvennaliðið ríður á vaðið þegar þær leika við Selfoss kl. 14:00 og svo taka strákarnir við kl. 16:00 þegar að Grótta kemur í heimsókn. Fyrst að kvennaleiknum en fyrir leikinn eru Haukastúlkur í 2. sæti með 10 stig […]

Haukar halda í Garðabæinn

Eftir vonbrigðin um helgina þar sem strákarnir í meistaraflokki í handbolta duttu út úr EHF-bikarnum þrátt fyrir flotta frammistöðu þá er komið að því að færa þá frammistöðu yfir í Olísdeildina. Það tækifæri fá þeir á morgun, fimmtudag, þegar að þeir mæta Stjörnunni á útivelli en leikið er í TM-höllinni við FG og hefst leikurinn […]

Hafnarfjarðarslagur hjá strákunum í handboltanum

Eftir flottan leik í EHF-bikarnum um síðastu helgi er komið að næsta verkefni strákanna í meistaraflokki karla í handbolta en á morgun, miðvikudag, fá þeir verðugt verkefni þegar að nágrannar okkar í FH koma í heimsókn í DB-Schenkerhöllina kl. 19:30 og er því um Hafnarfjarðarslag að ræða í 7. umferð Olís deildar karla. Fyrir leikinn […]

Eitt sterkasta lið Svíþjóðar í heimsókn

Það verður sannkallaður stórleikur hjá  meistarflokki karla í EHF-bikarnum á morgun, laugardag, þegar sænska liðið Alingsås HK kemur í heimsókn í DB-Schenkerhöllina á Ásvöllum kl. 16:00. Strákarnir tryggðu sér þátttökurétt í 2. umferð með því að vinna gríska liðið A.C. Diomidis Argous í 1. umferð nokkuð örugglega 61 – 46 samtals í tveimur leikjum. En […]

Haukar halda norður

Á morgun, miðvikudag, fær meistaraflokkur karla í handbolta annað taækifæri til þess að byrja þetta tímabil, en þá mæta þeir Akureyri fyrir norðan kl. 19:00 í 6. umferð Olísdeildar karla. Fyrir leikinn eru bæði lið með 2 stig í 9. og 10. sæti deildarinnar en bæði lið hafa unnið Selfoss og tapað 4 leikjum. Það […]

Haukastelpur halda á Seltjarnarnes

Það er sannkallaður stórslagur á morgun, laugardag, hjá meistaraflokki kvenna í handbolta en þá halda þær á Seltjarnarnes í Hertz höllina og etja kappi við Gróttu í Olísdeidinni kl. 14:00. Fyrir leikinn eru Haukastelpur með 4 stig úr 3 leikjum en þær hafa sigrað Stjörnuna og Fylki en þær töpuðu gegn Fram í síðasta leik. […]

Framarar koma í heimsókn

Á morgun, fimmtudag, er komið að næsta leik hjá meistaraflokki karla í handbolta í Olísdeildinni þegar ungt lið Fram kemur í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30 en leikurinn er í 5. umferð deildarinnar. Haukamenn hafa ekki byrjað tímabilið eins og vænst hefur en aðeins einn sigur hefur náðst úr þeim fjórum leikjum sem búnir eru […]

Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum

Á morgun, laugardag, leikur meistaraflokkur kvenna í handbolta sinn fyrsta heimaleik í Olísdeildinni þetta tímabilið þegar að Framstúlkur sækja þær heim í Schenkerhöllinina kl. 16:00. Haukastúlkur hafa byrjað tímabilið vel og hafa þær unnið báða leiki sína til þessa en þær byrjuðu á því að vinna Stjörnuna og svo í síðustu umferð sigruðu þær Fylki […]