Sverir Þorgeirsson á HM unglinga

Sverrir Þorgeirsson skákdeild Hauka mun fara ásamt Svanberg Má Pálssyni Íslandsmeistara 10 ára og yngri, sem hefur komið að aðstoðarþjálfun hjá skákdeild Hauka. Heimsmeistaramótið sem haldið er á eyjunni Krít í Grikklandi, byrjar þann 4 nóvemember næstkomandi og því lýkur 14. nóvember en íslenski hópurinn leggur af stað til Krítar 2. nóvember með stoppi eina […]

Æfingar fyrir börn – Kynning

Við reynum að brydda upp á einhverju bæði skemmtilegu og alvarlegu í bland. Hópnum mun verða skipt amk. stundum upp í smærri hópa til að reyna að veita þeim þjálfun við hæfi. Einnig munum við æfa okkur með ýmiskonar keppni Hvatt verður til mótaþátttöku á hinum ýmsu mótum en hápunkturinn fyrri part vetrar verður þegar […]

Skákæfing 12/10.

14 manns mættu á skákæfingu síðastliðinn þriðjudag. Það var mjög gaman að sjá ný andlit á borð við gamla brýnið Hauk Sveinsson og Halldór Garðarsson og vonandi að þeir mæti sem oftast. 1. Þorvarður 12 af 13. 2. Jón Magnússon 11,5 3. Haukur Sveinsson 9,5 4. Sverrir Þorgeirss. 8 5-6. Snorri Karlsson Svanberg Már 7,5 […]

Skákæfing 5/10.

12 manns mættu á skákæfingu fyrir viku síðan. Líkt og á æfingunni þar á undan vantaði nokkra þungaviktarmenn, en þeir hafa verið mjög virkir undanfarið og hafa verið að taka þátt í hverju skákmótinu á fætur öðru. Rögnvaldur (sonur Jóns) mætti og gerði mikinn usla. Þarna er án efa á ferðinni mjög frambærilegur skákmaður, sem […]

Grímur sigraði á skákæfingu 29/9.

Grímur Ársælsson lokaði septembermánuði með glæsilegum sigri á skákæfingu! Einungis Jóni Magnússyni tókst að leggja Grím af velli en aðrir þurftu að lúta í gras. Það var gaman að sjá nýja menn eins og Sigga P. mæta og vonandi að hann komi til með að vera virkur í skákinni í vetur. 1. Grímur Ársælsson 12 […]

Svenni í landsliðið!!!!!!!!!!!!!!!!

Sveinn Arnarsson var í dag valinn til að keppa fyrir hönd Íslands í landskeppni Íslands, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur sem fram fer núna um helgina. Þetta er keppni barna og unglinga (20 ára og yngri) og er keppt á 10 borðum. Til hamingju Svenni og aðrir Haukamenn.

Heimir óstöðvandi á skákæfingum!

Heimir er í feiknagóðu hraðskákformi þessa dagana og vann nú sína aðra æfingu í röð með fullu húsi!!! Í þetta sinn var undirritaður með og getur því lítið tuðað! 🙂 Lokastaðan varð eftirfarandi: 1. Heimir 12 af 12. 2. Stefán Freyr 9,5 3. Jón Magnússon 9 4. Þorvarður 8,5 5. Daníel 8 6. Sverrir Þ. […]

Lokaumferðin á SÞG.

Jæja, þá er skákþingi Garðabæjar lokið. Haukamenn náðu einungis að næla sér í 3 vinninga í lokaumferðinni. Sjálfsagt hefur skákþreyta haft þar eitthvað að segja, en þess má geta að samhliða SÞG fóru fram síðstu umferðirnar í Boðsmóti Hauka. Í lokaumferðinni gátu þeir Sverrir Örn og Þorvarður náð verðlaunasæti með sigri. Sveinn Arnarsson og Sverrir […]

Heimir sigraði á skákæfinu 14/9.

Heimir Ásgeirsson gerði sér lítið fyrir og lagði alla andstæðinga sína á skákæfingu sem fram fór þann 14/9. sl. Lokastaðan: 1. Heimir 12 2. Stefán Freyr 11 3. Jón Magnússon 10 4-5. Auðbergur og Ingi 8 6. Raggi 7 7. Svanberg 6 8. Snorri 5 9-10. Baldur og Kristján 4 11. Geir 2 12. Herbert […]

Skákþing Garðabæjar 6.umferð

6.umferðin á SÞG lauk í gær með 2 frestuðum skákum. Undirritaður mætti þar forystusauðnum Davíð Kjartanssyni og eygði með sigri sigur á mótinu. Ekki fór það svo vel og var undirritðuðum í rauninni pakkað saman af sterkari skákmanni. Því miður veit ég lítið sem ekkert um þróun annarra skáka, en hef heyrt að Staða Sverris […]