Skákæfing 15.febrúar

17 voru mættir á æfinguna þann 15.febrúar. Það vántaði nokkra sterka, en það er gaman að sjá hve stór hópur er farinn að láta sjá sig á þessum æfingum. Árni og Sverrir Örn voru í nokkrum sérflokki og misstu aðeins 1 vinning hvor. Sverrir vann Árna, en gerði jafntefli gegn Rögnvaldi og Sverri Þ. Einnig […]

Skákæfing 8.febrúar 2005

Skákæfingin í gærkveldi var bæði fjölmenn og sterk. Þátttakendur voru 18 og var teflt 9 umferða monrad með tvöfaldri umferð. Flestir voru sáttir við þetta fyrirkomulag, en þarna eru menn yfirleitt að tefla við verðuga andstæðinga, auk þess að fá tækifæri til að hefna eftir tap. 🙂 Undirritaður náði þeim frábæra árangri að sigra á […]

Spjallborð fyrir Skákdeild Hauka!!

Þá hefur loksins verið stofnað spjallborð fyrir Skákdeild Hauka. Þetta hefur hann Árni Þorvaldsson gert og lofum við framtak hans. Vonandi stilla menn sig í skrifum sínum og verða hófsamir. Ekkert skítkast og leiðindi einsog er svo oft á skak.is En hér kemur tengillinn. http://sdhaukar.proboards44.com/

Skákæfing 1.febrúar 2005.

Árni Þorvaldsson vann sannfærandi sigur á skákæfingunni í gærkveldi. Þátttaka var mun betri en fyrir viku síðan, eða 14 manns. Jafnir í 2-3. sæti urðu þeir Jón og Varði. Vegna fjölda heppnissigra auk þess að hella niður kaffi, verður Varði þó að gera sér 3.sætið að góðu! 1. Árni Þorvaldsson 11 2. Jón Magnússon 10 […]

Skákæfing 25.janúar 2005

Jón Magnússon vann langþráðan og góðan sigur á skákæfingunni í gærkveldi. Sökum góðrar þátttöku Haukamanna á skákþingi Reykjavíkur, sem nú stendur yfir, var mætingin á æfinguna mjög dræm. Af þeim 9, sem lögðu leið sína að Ásvöllum, voru 4 úr fjölskyldu Jóns! 🙂 Tefld var tvöföld umferð allir við alla og byrjuðu tveir efstu menn […]

Skákæfing 18.janúar 2005

Alls mættu 13 manns á skákæfinguna í gærkveldi. Líkt og í síðustu viku vantaði nokkra af sterkustu mönnunum, en Haukamenn hafa hafa fjölmennt á Skákþing Reykjavíkur sem nú stendur yfir. Jón Magnússon tók með sér hið bráðefnilega barnabarn sitt, Brynjar Ísak, og stóð þessi 9 ára drengur sig eins og hetja á æfingunni. Úr skákunum […]

Skákæfing 11. janúar

Stefán Freyr sigraði alla andstæðinga sína þetta þriðjudagskvöldið. Það vantaði marga fastagesti á æfinguna, enda var Skákþing Hafnarfjarðar um helgina og menn líklega hvíldinni fegnir. Lokastaðan: 1. Stefán Freyr 13v. af 13 2. Jón Magnússon 11,5 v. 3-4. Sverrir Þorgeirsson 10 v. 3-4. Halldór Garðarsson 10 v. 5. Daníel Pétursson 9,5 v. 6. Ingi Tandri […]

Barnaæfingar hefjast í dag

Jólafríið er nú búið og við mætum í dag frá kl. 17.15 til 17.45. Aðaláherslan er undirbúningur fyrir Íslandsmót Barna 10 ára og yngri, sem verður næstu helgi.

Þorvarður Hafnarfjarðarmeistari

Björn Þorfinnsson kom sá og sigraði af fádæma öryggi þegar hann lagði alla andstæðinga sína og vann mótið með 1,5 vinning í forskot á aðra keppendur. Í síðustu umferð lagði hann Sigurð Daða Sigfússon sem fyrirfram hefði mátt ætla að hefði getað strítt honum í keppninni um sigur í mótinu. Af því að Björn er […]

Skákþing Hafnarfjarðar 5 umf. lokið

Björn Þorfinnsson virðist í mjög góðum málum eftir tvo sigra í dag, fullt hús og vinningsforskot fyrir 2 síðustu umferðirnar á sem tefldar verða á morgun. Sigurður Daði missteig sig nokkuð þegar Heimir Ásgeirsson sigraði hann í góðri skák. Árni Þorvaldsson sigraði Sverrir Örn Björnsson eftir vel útfærða sókn þar sem Sverrir varðist af krafti […]