Sævar sigrar á Skákþingi Hafnarfj.

Sævar Bjarnason hefur þegar tryggt sér sigur á mótinu þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Loka umferðin hefst kl. 15 í dag. Staða efstu manna fyrir síðustu umf. 1. Sævar Bjarnason 6 v. 2. Þorvarður Fannar Ólafsson 4,5 v. 3-4. Svanberg Már Pálsson 4 v. Páll Sigurðsson 4 v. 5. Sverrir Þorgeirsson 3,5 v. […]

Skákþing Hafnarfjarðar 5 umf lokið

Sævar Bjarnason hefur tekið afgerandi forystu í mótinu og hefur fullt hús og 1,5 vinnings forskot á næsta mann. Þorvarður er í 2. sæti með 3,5 vinning en síðan koma þeir Páll, Svanberg og Ingi Tandri með 3 vinninga. Úrslit 4 umf. No Name Result Name 1 Sævar Jóhann Bjarnason, (1) 1:0 Þorvarður F Ólafsson, […]

Skákþing Hafnarfjarðar hafið

Mikil forföll skráðra keppenda setja svip sinn á Skákþing Hafnarfjarðar. Veikindi herja á suma og aðrir hættu við. Alls taka 9 keppendur þátt í mótinu. Efstir eftir 3 atskákir sem tefldar voru í kvöld eru stigahæstu menn mótsins þeir Þorvarður F. Ólafsson sem á titil að verja og Alþjóðlegi meistarinn Sævar Bjarnason. Í síðustu umferð […]

Skákþing Hafnarfjarðar -leiðrétting

Skákþing Hafnarfjarða 2005 verður haldið helgina 10-12 júní næstkomandi. Teflt verður á annari hæð Íþróttamiðstöðvarinnar á Ásvöllum. Teflt verður eftir Swissnesku kerfi. Föstudaginn 10/6 verða tefldar 3 atskákir með umhugsunartímann 25 mín, og hefst taflið kl. 19.00. Laugardaginn 11/6 verða tefldar 2 skákir með umhugsunartímann 1,5 á 30 leiki og 30 mín til að klára […]

Hazai námskeið!!!!!!!!!!!!!!!

Er virkilega enginn áhugi á námskeiði hjá Hazai?? Það eru 5 búnir að skrá sig. Námskeiðið verður niður í Skáksambandi/TR og stendur yfir frá 17-21. Áhugasamir láti vita í mail@haukar.is eða aui@simnet.is Koma svo þetta er einstakt tækifæri og kostar ekki neitt. Farið verður yfir Sikileyjarvörn Najdorf.

Skákæfing 31.maí 2005

Þorvarður Fannar vann góðan sigur á lokaæfingu tímabilsins. Þátttakendur voru átta og var tefld tvöföld umferð. Varði átti frábært mót og náði að leggja alla andstæðinga sína af velli, á meðan hans helstu keppinautar Heimir og Jón voru talsvert frá sínu besta. Ingi Tandri átti sömuleiðis mjög gott mót og hefði með jafntefli gegn Snorra […]

Skákþing Hafnarfjarðar 2005.

Skákþing Hafnarfjarða 2005 verður haldið helgina 10-12 júní næstkomandi. Teflt verður á annari hæð Íþróttamiðstöðvarinnar á Ásvöllum. Teflt verður eftir Swiss Monrad. Föstudaginn 10/6 verða tefldar 3 atskákir með umhugsunartímann 25 mín, og hefst taflið kl. 19.00. Laugardaginn 11/6 verða tefldar 2 skákir með umhugsunartímann 1,5 á 30 leiki og 30 mín til að klára […]

Hazai námskeið fyrir Hauka!!

Þann 9. júní næstkomandi verður námskeið hjá Hazai frá kl. 17-21. Námskeiðið verður inn í Skáksambandi. áhugasamir vinsamlegast hafið samband í netfangið skak@haukar.is Námskeiðið kostar ekki neitt. Ef þáttaka verður of góð ganga 20 stigahæstu fyrir.

Firmakeppni Skákdeildar Hauka.

Firmakeppni Hauka. Firmakeppni Skákdeildar Hauka fer fram þriðjudaginn 24,5 kl. 1930. Tefldar verða 9 umferðir monrad (fer eftir þáttöku). Verðlaun verða 1. sæti 5.000, 2. sæti 3.000 og 3. sæti 2.000 Allir velkomnir.

Skákæfing 17 maí.

Heimir Ásgeirsson hefur verið gjörsamlega óstöðvandi í vetur og er ekkert lát á. Hann sigraði æfinguna örugglega með 14 vinningum af 16 mögulegum. Páll og Jón börðust svo um 2 sætið og hafði Páll betur að lokum. Röðin varð annars eftirfarandi: 1. Heimir Ásgeirsson 14 v. 2. Páll Sigurðsson 11,5 v. 3. Jón Magnússon 11 […]