Æfing 13. mars

Sverrir Þorgeirsson heldur áfram að sýna styrkleika sinn á æfingum en þokklega var mætt í þetta sinn nema formaðurinn sem mætti þegar mótið var rúmlega hálfnað. Hann var þó með ásættanleg forföll (ss. veikindi barna, eigin dauði tilkynntur með góðum fyrirvara osfrv). Hann stóð sig samt ágætlega í hlutverki sínu sem skotta í flestum skákunum […]

Keppni gegn Taflfélagi Garðabæjar

Krakkarnir okkar ætla að keppa í liðakeppni við krakka hjá Taflfélagi Garðabæjar á morgun miðvikudaginn 14. mars kl. 16 til 17.30. Viðureignin fer fram í Flataskóla í stofu 209. Inngangur er frá Vífilstaðavegi og er mæting á bílaplaninu fyrir utan skólann kl. 16. Allir eiga að vera með. Dagskrá framundan. 14. mars. Teflt við krakka […]

Afmælisæfing! 27. Feb.

Já hann Ingi okkar átti afmæli í gær, í tilefni af afmælinu var í boði snakk og nammi. Einnig var sungið fyrir afmælisbarnið! En svo var snúið sér að skákinni, og þar sem við vorum bara 9 var ákveðið að taka tvöfalda umferð. En úrslitinn réðust ekki fyrr en í seinustu umferð, en þá mættust […]

Ísl.mót stúlkna á Akureyri 17 mars

Íslandsmót stúlkna 2007 – einstaklingskeppni (grunnskólamót) Íslandsmót stúlkna (grunnskólamót) fyrir árið 2007 verður haldið laugardaginn 17. mars n.k. á Akureyri. Skákfélag Akureyrar mun sjá um framkvæmd mótsins og verður teflt í KEA salnum á verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð. Mótið hefst kl. 13.00 og verða tefldar 10 mín. skákir. Keppt verður í tveimur aldursflokkum, 12 ára og eldri […]

Barnaæfing 20 feb.

Létt 3. mínútna hraðskáksmót var tekið í lok síðustu æfingar. 3. mínútna skákir sýna kannski ekki bestu hliðar skákmanna því til þess er tíminn allt af lítill og klukkan hefur óeðlilega mikil áhrif á úrslit en úrslitin urðu engu að síður eftirfarandi. 1-3. Kristján Sigfússon 3 vinningar. Jóhann Hannesson 3 vinningar. Gabríel Orri Duret 3 […]

Skákæfing 20.febrúar

Stefán Freyr vann góðan sigur á skákæfingunni í gærkveldi. Stefán hlaut 12 vinninga úr 13 skákum, en hann missti niður einn vinning gegn nafna sínum Péturssyni. í öðru sæti, hálfum vinningi á eftir, kom Varði og í þriðja hinn rocksolid Jón Magnússon. 1. Stefán Freyr Guðmundsson 12v. af 13. 2. Þorvarður F. Ólafsson 11,5 3. […]

Skákæfing 13.febrúar

Sverrir Þorgeirsson er í fantaformi þessa dagana og í gærkveldi sigraði hann á nokkuð sterkri Haukaæfingu. Sverrir hlaut 10 vinninga úr 11 skákum og tapaði einungis gegn Heimi. Lokastaðan varð annars eftirfarandi: 1. Sverrir Þorgeirsson 10v. af 11 2-3. Sverrir Örn Björnsson 9 2-3. Þorvarður F. Ólafsson 9 4. Heimir Ásgeirsson 8 5. Auðbergur Magnússon […]

Úrslit æfingarnnar 6. febrúar

Alls mættu átta á æfinguna sem var nokkuð jöfn. En hún endaði með hálfsvinnings sigurs Jóns Magnússonar. En úrslitinn eftir tvöfalda umferð urðu þessi: 1. Jón með 10,5 v. 2.-3. Stefán P. og Varði með 10 v. 4. Palli með 8 v. 5.-6. Aui og Marteinn með 6 v. 7. Raggi með 4,5 v. 8. […]

Frábært hjá Sverri Þorgeirssyni !!!

Reykjavíkurskákmóti unglinga lauk í gær, laugardag 10. febrúar, með því að Daði Ómarsson og Sverrir Þorgeirsson komu hnífjafnir í mark með 6 vinninga úr 7 skákum. Sverrir reyndist hærri á stigum og er því sigurvegari mótsins, en Daði er Unglingameistari Reykjavíkur árið 2007, þar sem Sverrir er ekki gjaldgengur til að bera þann titil. Mótið […]

Davíð hraðskákmeistari Reykjavíkur!

Það voru Haukamenn sem stálu senunni á hraðskákmóti Reykjavíkur sem fram fór í gærkveldi. Davíð Kjartansson bar sigur úr bítum og er hraðskákmeistari Reykjavíkur 2007. Davíð hlaut 6,5 vinning úr 7 skákum. Mótið gat ekki byrjað betur fyrir Davíð því strax í 1.umferð lagði hann af velli nýbakaðan skákmeistara Reykjavíkur, Hafnfirðinginn Sigurbjörn Björnsson. Það var […]