Fljúgandi start á Reykjanesmóti

Haukar höfðu sigur á Njarðvíkingum í Reykjanesmóti karla í gærkvöld og var þetta jafnframt fyrsti leikur Hauka á mótinu. Mikill haustbragur var á liðnunum og töpuðu liðin samanlagt um 50 boltum. Leikurinn var hraður og leiddu Njarðvíkingar nánast allan leikinn eða þangað til í lokinn þegar að vörn Hauka náði góðum stoppum sem gáfu af […]

Reykjanesmót karla í kvöld

Það styttist óðfluga í að Íslandsmótið í körfubolta hefjist og fáum við áhorfendur smá nasaþef af því sem koma skal í kvöld þegar að Haukar spila á Reykjanesmóti karla í körfuknattleik. Ekki hefur verið leikið á Reykjanesmóti í nokkur ár en ákveðið var að endurvekja mótið í ár. Grænklæddir Njarðvíkingar munu koma á Ásvelli og […]

Guðrún Ámundadóttir endurnýjar samning við Hauka

Guðrún Ámundadóttir endurnýjaði í dag samning við Hauka. Guðrún hefur verið lykilmaður undanfarin ár í liði Hauka og staðið sig mjög vel í leikjum liðsins. Guðrún er þekkt fyrir mikla baráttu þó sérstaklega í vörn þar sem hún smitar baráttu sinni út til annarra leikmanna. Mikið mun mæða á Guðrúnu í vetur við að binda […]

Haukar Ljósanæturmeistarar 2011

Haukar stóðu uppi sem sigurvegarar Ljósanæturmótsins sem haldið var í gær og á miðvikudaginn í íþróttahúsinu í Njarðvík. Haukastelpur unnu báða leiki sína á miðvikudaginn gegn KR og Njarðvík og mættu því Snæfelli í úrslitaleik í gær. Haukar unnu Snæfell 84-76 í baráttuleik um gullið. Leikurinn var hraður og mikil barátta var í fyrirrúmi.  Það […]

Körfuboltadagur Hauka

Á sunnudaginn næstkomandi, 4. september, munu Haukar standa fyrir körfuboltadegi fyrir krakka í 1. – 7. bekk á Ásvöllum. Herlegheitin hefjast kl. 11:00 og standa til 13:00. Kl. 11:00 mun Gísli Guðlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs, setja dagskránna og í kjölfarið mun Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari kkd. Hauka, fara yfir hvað verður í boði fyrir börn […]

Jence Rhoads til hauka

Haukar hafa hafa ráðið til sín öflugan leikstjórnanda Jence Rhoads sem spilað hefur undanfarin ár með Vanderbilt skólanum. Jence er 181 cm hár leikstjórnandi sem getur leikið margar stöður inná vellinum vegna hæðar sinnar. Jence hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sínum ferli þó hún sé einungis 23 ára en þar ber hæst að hún var […]

Shuler og Ringgold leika með mfl. kk á næstu leiktíð

Haukar hafa gengið frá ráðningu við sína erlendu leikmenn fyrir komandi áttök í Iceland Express deild karla. Ljóst var nú fyrr í sumar að Semaj Inge myndi ekki snúa aftur til Hauka en möguleiki var á að hann myndi koma og leika annað tímabil með Hafnarfjarðarliðinu. Í stað þeirra Semaj Inge og Gerald Robinson munu […]

Hvaleyrarskólavöllurinn tekinn í gegn

Það var vaskur hópur körfuknattleiksunnenda sem saman voru komnir við körfuboltavöllinn við Hvaleyrarskóla síðustu tvö kvöld og ástæðan endurröðun Sport court vallarins sem þar er. Meistaraflokksráð karla fékk veður af því að völlurinn væri í lamasessi og smalaði mönnum saman til að fara í endurbætur á honum og tók það tvær kvöldstundir að koma honum […]

Lovísa í akademíu Geof Kotila

Lovísa Henningsdóttir mun halda til Danmerkur næsta haust og taka þátt í verkefni sem að fyrrum þjálfari Snæfells, Geof Kotila, mun stýra. Lovísa mun búa í Nyborg og stunda þar nám samhliða því að æfa körfuknattleik í körfubolta akademíu Kotila. Lovísa sagði í sambandi við mbl.is í dag að það væri mikið tækifæri að fá að […]