Grátlegt tap gegn Grindavík

Óheppnin virðist hreinlega engan endi ætla að taka fyrir körfuboltalið okkar Hauka í Iceland Expressdeild karla. Í gærkvöld biðu strákarnir lægri hlut gegn Grindavík í Schenkerhöllinni á hreint lygilegan hátt þar sem að okkar menn fengu svo sannarlega nóg af tækifærum til að klára leikinn með sigri.   Líkt og áður ætlum við að fá […]

Tap hjá körfuboltastúlkum

Haukastúlkur léku í gærkvöld við Snæfell í Stykkishólmi í Iceland Expressdeild kvenna í körfubolta. Fyrir leikinn höfðu Haukar tveggja stiga forskot á Snæfell í deildinni þar sem Haukar sátu í 3. sæti en Snæfell í því fimmta. KR-stúlkur voru jafnar Haukum að stigum í fjórða sæti deildarinnar fyrir umferðina. Skemmst er frá því að heimamenn […]

10 flokkur í körfunni í bikarúrslit

Hörkuleikur var í gærkvöldi í undanúrslitum bikar að Ásvöllum í 10.flokki milli Hauka og KR. Haukastrákar byrjuðu leikinn mun betur og voru mjög einbeittir frá fyrstu mínútu og ætluðu sér greinilega að komast í bikarúrslitin.  Haukar höfðu 15 stiga forystu í hálfleik 38-23 og unnu að lokum sigur 63 – 54 eftir spennandi seinni hálfleik. […]

Emil leikmaður 15. umferðar

Emil Barja var valinn leikmaður 15. umferðar af vefsíðunni Karfan.is fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík í Iceland Express-deildinni. Haukarnir unnu þar mikilvægan sigur og liðið er komið á sigurbraut í IE-deildinni. Emil átti stórleik gegn Keflavík þar sem hann var aðaldriffjöðurinn í sókninni sem og í vörninni og átti stóran þátt í sigri Hauka sem […]

Haukastelpur úr leik í bikarnum

Haukastelpurnar í körfunni féllu í gærkvöld úr Poweradebikarkeppninni á vægast sagt dramatískan hátt í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lokatölur urðu 75-73 eftir hádramatískan leik þar sem okkar stelpur náðu að knýja fram framlengingu með því að setja niður þriggjastiga skot þegar um þrjár sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma. Því miður voru heimastúlkur í Njarðvík sterkari […]

Haukar sigrðu Fjölni örugglega

Haukar fylgdu eftir góðum sigri á Kefllavík í síðasta leik með öruggum sigri á Fjölni í Grafarvogi í kvöld 79-68. Ljóst var frá fyrstu mínútu leiksins að Haukar ætluðu sér ekkert annað en sigur í leiknum. Allur annar bragur er nú á leik liðsins og börðust leikmenn Hauka eins ljón frá fyrstu mínútu leiksins. Haukar […]

Töp hjá stelpunum okkar í gær

Stelpurnar okkar í handbolta og körfubolta léku í gær heimaleiki í Scenkerhöllinni á Ásvöllum. Ekki var dagurinn okkur góður því körfuboltastelpurnar lutu í gras fyrir Njarðvík 64-71 og sitja eftir leikinn í fjórða sæti deildarinnar með 24 stig, jafn mörg og KR sem er í þriðja sætinu. Njarðvík er hins vegar í öðru sætinu með […]

Rútuferð á Haukar – Njarðvík í undanúrslitum

Sannkallaður stórleikur verður á morgun mánudag kl: 19:15 í Íþróttahúsinu í Njarðvík þar sem Haukar munu spila við Njarðvík í undanúrslitum í Poweade bikarnum. Boðið verður uppá RUTUFERÐ á leikinn frá Shenkerhöllinni á Ásvöllum og fer rútan frá Ásvöllum kl: 18:30 og til baka strax að leik loknum.  STUÐNINGSMENN!!!  Stelpurnar okkar þurfa á öllum okkar […]