Haukar í úrslit Lengjubikarsins

Haukastelpur tryggðu sér í gær sigur í B riðli Lengjubikarsins með öruggum sigri á KR 61-44. Fyrirfram var búist við hörkuleik enda KR ávalt með sterkt kið en að þessu sinni mættu KR stelpur ekki tilbúnar til leiks. Bjarni þjálfari gat leyft sér að spila jafnt á öllum 12 leikmönnum Hauka  og hvíldi hann Lele […]

Góður sigur Hauka á Snæfell

Haukar unnu í kvöld öruggan sigur á Snæfelli í lengjubikarkeppni kvenna í körfubolta. Stelpurnar eru enn ósigraðar og hafa unnið alla leiki sína örugglega til þessa. Haukar eiga einn leik eftir í keppninni en með sigri í þeim leik munu stelpurnar spila til úrslita um Lengjubikarinn.  Haukastelpur virtust sterkari í fyrri hálfleik en náðu ekki […]

Svavar og Brynjar til liðs við Hauka

Haukar skrifuðu undir samninga við tvo leikmenn í dag sem taka munu slaginn með liðinu í Dominosdeildinni í vetur þegar þeir Svavar Páll Pálsson og Brynjar Ólafsson gengu til liðs við félagið. Er því ljóst að meðalhæð liðsins hækkar umtalsvert enda báðir leikmenn um eða yfir tvo metra. Svavar er vel þekkt stærð í boltanum […]

Haukar – Snæfell á fimmtudaginn í lengjubikar kvenna

Snæfellskonur mæta í heimsókn í Schenkerhöllina á fimmtudaginn, þann 19. september. Haukastúlkurnar hafa unnið báða sína leiki í riðlinum og geta með sigri tyllt sér á toppinn í B-riðlinum. Þetta er jafnframt fyrsti heimaleikur Lele Hardy í Haukabúningnum. Hardy átti frábæran fyrsta leik með Haukum í Njarðvík þar sem Haukastúlkurnar unnu nokkuð þægilegan sigur. Snæfell […]

Árgangamót í körfubolta

Árlegt árgangamót Hauka í körfuknattleik er á næsta leiti en mótið verður haldið þann 5. október næstkomandi. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið en fyrri mót hafa gengið vel og mikil stemning myndast. Allir þeir sem æft hafa körfuknattleik með Haukum á einhverjum tímapunkti, og eru fæddir 1983 eða fyrr, eru gjaldgengir […]

Öruggur sigur Haukastelpna á Njarðvík

Haukar unnu öruggan sigur á Njarðvík í lengjubikar kvenna í gær. Eftir að Njarðvíkur stelpur höfðu byrjað leikinn betur komust Haukar yfir í lok fyrri hálfleiks 38-36 eftir stór brotinn leik Lele Hardy nýs erlends leikmanns Hauka. Í seinni hálfleik var aldrei spurning um hvar sigurinn lenti Haukar einfaldlega betri á öllum sviðum leiksins.  Lele […]

Tveir sigurleikir í röð hjá mfl. karla í körfu

Mfl. karla í körfu sigraði í fyrsta heimaleik tímabilsins 2013-2014. Þetta var annar leikurinn í lengjubikarnum og hafa þeir báðir unnist og eru því efstir í B-riðlinum, með tvo leiki og tvo sigra. Leikurinn í gær var nokkuð vel leikinn af hálfu Haukamanna og sáust nokkur glæsileg tilþrif á vellinum. Það sást samt að aðeins […]

Haukar – Þór Þorlákshöfn í kvöld kl. 19.15

Meistaraflokkur Hauka í körfuknattleik keppir við Þór Þorlákshöfn í kvöld kl. 19.15 á Ásvöllum í lengjubikarnum. Þetta er annar leikur strákanna í þessari keppni en fyrsti leikurinn á móti Fjölni, á útivelli, vannst með 21 stígi. Þetta er fyrsti heimaleikur mfl. karla í körfuknattleik í vetur og hvetjum við alla til að koma og hvetja […]

Breytingar á æfingatöflu körfuknattleiksdeildar

Nokkrar breytingar hafa orðið á töflu kkd. og að auki er búið að setja inn styrktaræfingar fyrir iðkendur sem fæddir eru árið 2000 og eldri, bæði hjá drengjum og stúlkum.  Æfingatöflu drengja er hægt að nálgast hér:  Æfingatafla körfuknattleiksdeildar drengir æfingatöflu stúlkna er hægt að nálgast hér: Æfingatafla körfuknattleiksdeildar stúlkur

Haukasigur í fyrsta leik Lengjubikarsins

Haukar unnu í gærkvöldi auðveldan sigur á Fjölni í Lengjubikarnum 88-33. Haukar kváðu þar með niður Fjölnis grýluna en Haukar töpuðu 3 svar gegn Fjölni á síðustu leiktíð. Fjölnir hefur misst nokkra leikmenn frá síðasta tímabili og eiga greinilega nokkuð í land með að ná fyrri styrk.  Bjarni þjálfari spilaði á öllum leikmönnum sínum og […]