Því miður verður leikur Hauka gegn KR í Dominosdeild kvenna ekki sendur út í kvöld sökum bilunar á vélbúnaði. Er stuðningsfólk hvatt til að mæta í Schenkerhöllina og styðja sitt fólk áfram. -HaukarTV
Því miður verður leikur Hauka gegn KR í Dominosdeild kvenna ekki sendur út í kvöld sökum bilunar á vélbúnaði. Er stuðningsfólk hvatt til að mæta í Schenkerhöllina og styðja sitt fólk áfram. -HaukarTV
Nettó mótið í körfubolta verður haldið næstkomandi helgi og hefur mikil stemning myndast í kringum þetta mót. Haukar senda sína fulltrúa eins og alltaf og í tilefni af því hefur þetta myndbandi verið klippt saman. Það er um að gera ef fólk á leið suður með sjó að kíkja á framtíðarstjörnur Hauka í körfuknattleik
Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka í kvennaflokki taka á móti KR í kvöld í Schenkerhöllinni kl. 19:15. Stelpurnar sýndu mjög góðan leik í Höllinni síðasta laugardag og lögðu þar hið firnasterka lið Snæfells að velli í fyrsta skipti í vetur. Allt liðið spilaði einstaklega vel og var varnarleikur liðsins til fyrirmyndar í síðari hálfleik eftir að byrjunin […]
Það var dýrðardagur í sögu Hauka á Laugardaginn þegar meistaraflokkur kvenna tryggði sér Poweradebikarinn eftir hörku einvígi við Snæfell 70-78. Þetta er jafnframt sjötti bikartitillinn (1984, 1992, 2005, 2007, 2010 og 2014). Leikurinn byrjaði ekki sem best fyrir Haukastúlkurnar og gekk þeim illa að koma boltanum ofan í körfuna. Að sama skapi gekk allt upp […]
Haukar unnu góðan sigur á Njarðvíkingum í gær, 86-75, þegar grænir litu við á Ásvelli. Með sigrinum endurheimtu Haukar fimmta sæti deildarinnar og minnkuðu muninn á Njarðvíkingum í tvö stig en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar. Aðeins fjórir leikir eru eftir í deildinni og magnast spennan um hvaða lið nær heimavallaréttinum en Haukar og […]
Haukar mæta Njarðvík í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni. Haukar geta með sigri endurheimt fimmta sætið í deildinni og jafnframt sett smá pressu á Njarðvíkinga um fjóðra sætið sem gefur jafnfram heimavallarétt í úrslitakeppninni. Haukarnir hafa unnið síðustu tvo leiki á móti Stjörnunni heima og KFÍ á útivelli. Góður stígandi hefur verið í leik liðsins […]
Formlegur undirbúningur fyrir bikaleikinn hófst á mánudaginn eftir mikla leikjatörn að undanförnu. Tekin var létt æfing á mánudaginn eftir góðan sigur á Grindavík sl sunnudag, línur lagðar fyrir leikinn og farið yfir dagskrá vikunnar. Mikil eftirvænting í hópnum af vel skiljanlegum ástæðum þar sem margar af stelpunum eru að fara að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik […]
Það styttist í skemmtun ársins. Haukstelpurnar munu etja kappi við nýkrýnda deildarmeistara Snæfells í úrslitaleik bikarkeppninnnar á laugardaginn kl. 13:30 í Höllinni. Miðasalan er í fullum gangi á Ásvöllum, þar eru miðarnir ódýrari en ef keypt er í Laugardalshöll á leikdegi. Allir að tryggja sér miða og hvetja stelpurnar til sigurs í Höllinni. Haukastelpurnar hafa […]
Mfl. karla í körfu fer vestur til Ísafjarðar í dag og munu etja kappi við lið KFÍ í Jakanum kl. 19:15 Leikurinn verður sýndur beint á KFÍ tv og hægt er að fylgjast með leiknum hér: http://www.kfitv.is/ Haukastrákarnir unnu síðasta leik sinn á móti Stjörnunni og léku þar oft á tíðum mjög vel. Með sigri […]