Haukar – Njarðvík í kvöld

Haukastúlkur taka á móti Njarðvíkingum í kvöld kl. 19:15 í Lengjubikarnum Þetta er fyrsti leikur stelpnanna á þessu tímabili og munu Haukarnir tefla fram mikið breyttu liði frá síðasta ári. 5 lykilmenn hafa farið á aðrar slóðir eða eru í tímabundnu leyfi en Haukar geta tekið vel við þessum áföllum og eiga margar ungar og […]

Haukar ráða til sín erlendan leikmann

Haukar hafa ráðið til sín erlendan leikmann til að taka með þeim slaginn í Domino‘s deildinni í vetur. Alex Francis heitir kappinn og kemur frá Bryant University sem spilaði í Northeast riðlinum í NCAA. Francis er 198 cm á hæð og 93 kg og spilar stöðu framherja. Hann skilaði 18,6 stigum, 8.2 fráköstum og tæpu […]

Æfingatafla körfuknattleiksdeildar orðin klár

Æfingatafla körfuknattleiksdeildar er orðin klár fyrir veturinn 2014-2015.  Ath – breytingar gætu orðið á töflu fyrstu vikurnar en ef svo yrði þá yrði um óverulegar breytingar um að ræða og munu allar fréttir birtast á heiasíðum flokkanna og á heimasíðu félagsins. Hægt er að nálgast æfingartöfluna á heimasíðu félagsins og á eftirtöldum slóðum: Æfingatafla hjá […]

Æfingatafla körfuknattleiksdeildar

Æfingatafla körfuknattleiksdeildar verður kominn á netið miðvikudaginn 27. ágúst og æfingar munu hefjast mánudaginn 1. september samkvæmt æfingatöflu. Eldri flokkar munu samt byrja eitthvað fyrr og munu verða settar fréttir um það fljótlega hér á síðuna. Ástæðan fyrir þessari seinkun er aðallega vegna þess að ráðningar þjálfara voru að klárast og þeir eru að fara […]

Ísland – Bosnía

Nú styttist í loka leik Íslenska karlalandsliðsins í körfubolta í undankeppni Eurobasket fyrir EM 2015. Íslenska liðið getur með sigri gulltryggt sig inn á mótið en sex af sjö bestu árangrum liða sem lenda í öðru sæti taka þátt á næsta ári. Þetta er mikið reiknilíkan sem ekki verður farið yfir hér en sigri Ísland […]

Lovísa einnig á leið í nám

Lovísa Björt Henningsdóttir fylgir fast á eftir Margréti Rósu og heldur einnig á leið til Bandaríkjanna í nám í haust.  Stór missir hjá Haukum að missa einnig Lovísu en gríðarlega ánægjulegt að sjá hversu góða og eftirsóknarverða leikmenn við höfum fengið þann heiður að ala upp. Karfan.is fjallar nánar um málið

Margrét Rósa heldur út til náms

Margrét Rósa Hálfdanardóttir mun ekki leika með Haukum í haust þar sem hún mun söðla um og halda til Bandaríkjanna í nám. Það ríkir því gleði og sorg í senn í herbúðum Hauka þar sem það er alltaf gleðilegt að sjá frama leikmenna blómstra en einnig sorg að fá ekki að njóta nærveru eða krafta […]

Haukakrakkarnir stóðu sig vel á Norðurlandamótinu – Sylvía valin best

Sjö unglingar úr körfuknattleiksdeild Hauka tóku þátt í Norðurlandamótinu sem haldið var í Svíþjóð um liðna helgi. Árangurinn var mjög góður og náði U16 kvenna þeim frábæra árangri að vinna alla sína leiki og verða Norðulandameistarar. Í U16 kvenna voru þrjár stúlkur úr Haukum, Sylvía Rún Hálfdanardótt, Inga Rún Svansdóttir og Dýrfinna Arnardóttir. Spiluðu þær […]

Gólfið tekið í gegn

Þessa dagana stendur yfir viðgerð á gólfinu á Ásvöllum og hafa því engar æfingar verið síðustu daga. Til stendur að slípa upp allt gólfið og lakka upp á nýtt og er slípunarvinnan vel á veg komin. Þegar við litum inn í gærkvöldi voru vaskir menn að rífa upp auglýsingar af gólfinu á öðrum hluta salsins […]