10. flokkur tapaði á móti KR í úrslitum bikars

10. flokkur karla í körfu lék til úrslita um bikarmeistarartitilinn snemma á laugardaginn. Strákarnir byrjuðu nokkuð vel og leiddu fram eftir fyrsta leikhluta. Eftir það tóku KRingar völdin og leiddu nánast allan leikinn með um 4-12 stigum. Haukarnir reyndu hvað þeir gátu en þeir voru ekki að hitta vel fyrir utan og vantaði smá flæði […]

Stúlknaflokkur bikarmeistari

Stúlknaflokkur sigraði Keflavík í hörku leik í Laugardalshöllinni í kvöld og landaði þar með fyrsta titlinum um helgina. Haukar eiga fjögur lið í viðbót sem munu spila á laugardag og sunnudag. Stelpurnar spiluðu mjög vel og var baráttan í liðinu frábær. Allar stelpurnar lögðu sig fram í vörninni og hirtu alla lausa bolta sem voru […]

Bikarúrslit KKÍ um helgina – Haukar með 5 lið í úrslitum

Bikarhelgi KKÍ fer fram nk. helgi, 20-22 febrúar.  Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð einstökum árangri í keppninni í ár og eiga 5 lið sem spila til úrslita núna um helgina. Það má því búast við því að Hauka áhorfendur þurfi að taka með sér nesti og svefnpoka í höllina því fyrsti leikur byrjar á föstudagskvöldi með […]

Bikargleði körfuknattleiksdeildar

Körfuknattleiksdeild Hauka ætlar að efna til gleði í tilefni að bikarhelgi í körfuknattleik þann 21. febrúar og húsið opnar kl. 21 (Vegna bikarleiks drengjaflokks) Veisluborð að hætti Hildibrands 1.500 kall fyrir leikmenn og 3.500 fyrir aðra. Veislusalur Hauka að Ásvöllum Skráning fer fram á sara.palmadottir@gmail.com eða í persónulegum skilaboðum til Söru á FB fyrir fimmtudaginn 19.2 næstkomandi. […]

Haukar – KR í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni

Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn í kvöld, sunndaginn 15 febrúar, og etja kappi við heimamenn í Dominos deild karla kl. 19:15 Haukarnir hafa verið á góðu skriði síðustu tvo leiki og unnið sannfærandi sigra á móti Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn. Báðir leikirnr hafa unnist í seinni hálfleik eftir  að strákarnir voru undir í hálfleik. Varnarleikurinn […]

Haukar – Valur í kvöld kl. 19:15 – Dominos deild kvenna

Valsstúlkur koma í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld, miðvikudaginn 11. febrúar, kl. 19:15. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en Haukastúlkur sitja í 3 sæti Dominos deildar með 12 sigra og 7 töp en Valsstúlkur eru í því 5 með 10 sigra og 9 tapleiki. Haukar geta því nánast tryggt sér sæti í úrslitum […]

Góður árangur yngri flokka körfunnar í bikarkeppni KKÍ

Helgina 20 – 22 febrúar verður haldin bikarúrslitahelgi meistaraflokka og yngri flokka KKÍ í laugardagshöllinni. Haukar áttu 8 lið af 9 mögulegum hjá yngri flokkum í undanúrslitum. Einungis 10. flokkur kvenna náði ekki í undanúrslit.  Allir flokkarnir nema unglingaflokkur karla hafa lokið sínum undanúrslitaleikjum og hafa 5 flokkar unnið sína leiki og komist í úrslitaleikinn […]

Haukar – Breiðablik kl. 19:15 í kvöld, sunnudaginn 8. febrúar

Haukastúlkur taka á móti Breiðablik í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni. Haukarnir hafa tapað síðustu fjórum leikjum í deildinni og eru staðráðnar í því að komast á sigurbraut á ný í kvöld. Lele Hardy kemur aftur inní liðið eftir að hafa tekið út leikbann í síðast leik, sem var útileikur á móti Hamri. Stelpurnar spiluðu […]