Baráttan hefst í kvöld

Fyrsti leikur Hauka gegn Keflavík í átta liða úrslitakeppninni er í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni. Haukarnir enduðu deildina í þriðja sæti en Keflavík í því sjötta. Þessi sömu lið spiluðu í Schenkerhöllinni síðasta deildarleikinn í Dominos deildinni og þá um heimaleikjarétt, þar sem Haukastrákarnir sýndu styrk sinn og unnu sanngjarnan og mikilvægan sigur. En […]

HAUKAR fyllum Ásvelli

Kæru Haukafélagar! Næstu vikur verða einstakar í sögu Hauka, þar sem flest bendir til að öll fjögur meistaraflokkslið Hauka í hand- og körfubolta verði í úrslitakeppnum nú í vor! Á morgun föstudag 19.mars kl: 19:15 hefur okkar kornunga og stórefnilega karlalið í körfunni baráttuna með leik við reynslu mikið lið Keflavíkur. Liðið okkar sem skipað […]

Emil í úrvalsliðið og Kristinn duglegastur

Umferðarverðlaun fyrir seinni hluta Domino’s deildar karla á þessu tímabili voru afhent í gær í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og áttu Haukar tvo fulltrúa í þessum hópi. Emil Barja var valinn í úrvalslið seinni umferðar og Kristinn Marinósson var valinn dugnaðarforkurinn. Eftirtaldir leikmenn og þjálfarar skipa úrvalsliðið Domino’s deildar karla í seinni hluta keppnistímabilsins 2014-2015: Pavel Ermolinskij […]

Haukar vinna topplið Snæfells

Haukastelpur í körfunni unnu í dag mikilvægan sigur á toppliði Snæfells á heimavelli þeirra í Stykkishólmi. Með sigrinum komust stelpurnar upp í 3.sæti deildarinnar vegna betri innbyrðis viðureigna gegn Grindavík. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hauka. Snæfells stelpur keyrðu vel hraðaupphlaup í fyrsta leikhluta eftir misheppnuð skot Haukastelpna. Snæfell komst í 21 – 10 eftir […]

Stórleikur í Schenker, Haukar – Keflavík í Dominos deild kk.

Í kvöld, fimmtudaginn 12. mars, kl. 19:15 munu Haukar etja kappi við Keflvíkinga í loka umferð Dominos deildar karla. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið þar sem sigurvegarar þessa leiks munu fá heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Haukarnir sitja núna í fjórða sæti og geta með sigri náð þriðja sætinu en með tapi […]

Haukar – ÍR í kvöld kl. 19:15 í Schenkerhöllinni

ÍRingar munu mæta í Schenkerhöllina í kvöld, fimmtudaginn 5. mars, kl. 19:15 og etja kappi við heimamenn í Dominos deild karla. Haukar hafa unnið síðustu fjóra leiki sína og hafa verið að spila einstaklega vel. Varnarleikur liðsins hefur verið að svínvirka og hafa andstæðingar strákanna átt í stökustu vandræðum með að skora. Sigur hefur unnist […]

Njarðvík – Haukar í Ljónagryfjunni kl. 19:15

Dominos deild kk. fer aftur af stað í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, eftir bikarfríið og munu strákarnir gera sér ferð í Ljónagryfjunna og etja kappi með Njarðvíkinga. Haukar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og var góður stígandi í leik liðsins. Mjög mikilvægir sigrar unnust og náðist mikilvægir innbyrðis sigra á móti Stjörnunni og Þór […]

Unglingaflokkur kvenna tapaði í úrslitum bikars á móti Keflavík

Unglingaflokkur kvenna tapaði nokkuð stórt á móti gríðarlega sterku lið Keflavíkur í úrslitum bikarsins á sunnudaginn. Ljóst var að róðurinn yrði mjög erfiður þar sem í liðið vantaði tvo lykilmenn. Sylvía hafði brotnað á fingri í úrslitum stúlknaflokks á föstudgskvöldinu og að auki vantaði Ingu Rún sem hafði slitið krossband í hné fyrr í mánuðnum. […]

9. flokkur drengja bikarmeistari KKÍ

Þriðji bikarmeistaratitill Haukann bættist við í morgun er 9. flokkur drengja sigraði Stjörnuna í miklum skotleik í Höllinni. Flestir strákarnir í þessum flokki spila líka stórt hlutverk í 10. flokki sem tapaði í gær á móti KR. Ljóst var að þeir ætluðu ekki að láta það henda aftur og byrjuðu af miklum krafti. Stjörnumenn eru […]

Drengjaflokkur bikarmeistari KKÍ

Drengjaflokkur varð bikarmeistari um helgina eftir nokkuð öruggan sigur á móti Tindastól í Höllinni á laugardaginn. Strákarnir í drengjaflokki eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töðuðu í úrslitum bikars í fyrr. Ljóst var að strákarnir ætluðu ekki að láta það henda aftur og byrjuðu mjög sterkt og náður snemma 10 stiga forystu sem þeir létu aldrei af […]