Drengjaflokkur: Sigur gegn ÍR

Drengjaflokkur vann sinn annan leik á þremur dögum þegar þeir sigruði ÍR örugglega í Seljaskóla í gærkvöldi. Lokatölur 62-95. Líkt og í síðasta leik þá byrjuðu strákarnir með látum. Haukur Óskarsson gaf tóninn með 8 stigum á fyrstu mínútunni og aðrir leikmenn létu sitt ekki eftir liggja. Aftur átti Kristinn Marinósson góða innkomu af bekknum […]

Fyrsti heimaleikurinn á föstudag

Næstkomandi föstudag verður fyrsti heimaleikur Hauka í 1. deild karla. Liðið tekur á móti Þór Þorlákshöfn á Ásvöllum klukkan 20:00. Strákarnir hafa þegar keppt einn leik og sigruðu Hött á Egilsstöðum um síðustu helgi. Vonast körfuknattleiksdeildin að sem flestir áhorfendur mæta á leikinn á föstudaginn og taka þátt í að koma strákunum upp í efstu […]

Drengjaflokkur: Sigur í fyrsta leik

Drengjaflokkur hóf Íslandsmótið um síðustu helgi með sigri á Þór Akureyri. Leikurinn fór fram norðan heiða og urðu lokatölur 52-81. Haukar byrjuðu af miklum krafti og leiddu 2-18 eftir tæplega sex mínútna leik. Heimamenn komu sterkari út úr leikhléi og minnkuðu muninn í 14-22 þegar fyrsta leikhluta lauk. Annar leikhluti var þó algjör eign Hauka sem hreinlega […]

Haukafólk á erlendri grundu

Í vetur verða nokkrir Haukamenn að leika með erlendum félagsliðum og ætlar heimasíðan að reyna fylgjast með þeim og flytja fréttir af þeim. Þau Helena Sverrisdóttir, Elvar Traustason og Sigurður Einarsson leika erlendis í vetur. Helena í Bandaríkjunum með háskólanum TCU, Elvar Traustason með ABF sem er varalið danska úrvalsdeildarliðsins Bakken Bears og Sigurður Einarsson […]

Haukasigur á Egilsstöðum

Haukar heimsóttu Hött á Egilsstaði í dag í fyrsta leik vetrarins í 1. deild karla. Haukamenn voru heldur fámennir en aðeins átta leikmenn lögðu leið sína austur. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 29-27 fyrir Hött. Haukar náðu að jafna og komast yfir og staðan í hálfleik var 46-52, Haukum í vil. Haukar áttu góða spretti […]

Fyrsta deildin af stað á morgun

Haukar hefja leik í 1. deild karla á morgun þegar liðið heimsækjur Hött á Egilsstöðum. Verður þetta frumraun Péturs Ingvarssonar með lið Hauka en hann tók við þjálfun meistaraflokks í sumar.  Þegar heimasíðan setti sig í samband við Pétur var hann bjartsýnn fyrir morgundaginn og sagði liðið hafa æft vel að undanförnu. ,,Mér list bara […]

Dregið í bikarkeppni yngri flokka

Dregið hefur verið í forkeppni að 16-liða úrslitum í bikarkeppni yngri flokka. Strákarnir í 10. flokki þurfa að taka þátt í forkeppninni en þeir fá heimaleik gegn Fjölni-B. Forkeppni þurfti að fara fram í tveimur flokkum, 9. flokki karla og 10. flokki karla. Dagsetning fyrir leikinn verður kynnt síðar. Mynd: stefan@haukar.is

Körfuknattleiksdeildin í myndatöku.

Meistaraflokkar körfuknattleiksdeildarinnar voru í myndatöku fyrir komandi tímabil. Hér eru nokkrar af myndunum sem teknar voru af þeim.                               Fleiri myndir eru að finna á www.flickr.com/photos/arnarf Myndir: Arnar Freyr Magnússon  

Myndir: Powerade

Haukar léku í gærkvöldi við Keflavík í undanúrslitum Powerade-bikarsins þar sem Keflavík hafði betur 75-63. Heimasíðan var á svæðinu og tók nokkrar myndir.    Myndir: stefan@haukar.is                  

Keflavík hafði betur

Haukar léku í kvöld við Keflavík í undanúrslitum Powerade-bikarins. Eftir sveiflukenndan leik hafði Keflavík betur 75-63.   Það voru Haukar sem hófu leikinn betur og komust í 2-12. Keflavík jafnaði 14-14 og komst yfir í öðrum leikhluta. Eftir það hafði Keflavík forystuna en Haukar aldrei langt undan. Í hálfleik var staðan 28-26 fyrir Keflavík. Í […]