Unglingaflokkur steinlá gegn Keflavík

Unglingaflokkur karla sem ekki hafði tapað leik steinlá gegn Keflavík á Ásvöllum fyrr í kvöld. Keflavík gerði út um leikinn í þriðja leikhluta þegar þeir 30 stig gegn aðeins 11 stigum Hauka og unnu á endanum 76-109. Helgi Einarsson var stigahæstur Haukamanna með 30 stig og 6 fráköst. „Þeir fóru illa með okkur í kvöld.” […]

10. flokkur kvenna í A-riðil

10. flokkur kvenna gerði góða ferð á Selfoss síðustu helgi þegar þær sigruðu B- riðil og komust í A- riðil. Stelpurnar sem byrjuðu í C- riðli hafa farið upp mót eftir mót og því augljóslega sterkur hópur á ferð. Hér á eftir má lesa smá ferðasögu sem þjálfari þeirra, Hanna Hálfdanardóttir skrifaði.     Ferðin […]

Karfa: 11. flokkur karla áfram í bikar

Haukar mættu ÍR á Ásvöllum í gærkvöldi í bikarslag. Bæði liðin voru nokkuð þunnskipuð vegna veikinda og meiðsla, en svo fór að Haukar fóru með sigur af hólmi 57-41. Lið Hauka (stig): Jón Steinar (18), Guðmundur Sævarsson (17), Guðmundur Darri (15), Sindri (4), Jóhannes (3), Bragi.  

Haukar komnir í 16-liða úrslitin

Haukar lögðu Iceland Express-deild lið Breiðabliks að velli í kvöld í 32-liða úrslitum Subwaybikarins í körfubolta 83-75. Sigur Hauka í kvöld er merkilegur fyrir margar sakir en Haukar hafa ekki komist undanfarin ár lengra en í 32-liða úrslitin ásamt því að það hefur aðeins nokkrum sinnum komið fyrir að 1. deildar lið leggji úrvalsdeildarlið að […]

Toppslagurinn á netinu

Stórleikur Hauka og Hamars í Iceland Express-deild kvenna vakti mikla athygli í gærkvöldi og voru hinir ýmsu netmiðlar með góðan fréttaflutning. Fréttir tengdar leiknum má sjá hér: Mögnuð sigurkarfa Slavicu: Haukar á toppinn (Umfjöllun) Myndasafn: Toppslagurinn á Ásvöllum Haukar á toppinnHamar hefur aldrei unnið HaukaHaukar höfðu betur í toppslagnumUmfjöllun: Slavica með stórleik og sigurkörfuna í […]

Slavica skaut Haukum í toppsætið

Haukar komust í kvöld í toppsætið í Iceland Express-deild kvenna með ævintýralegum sigri á Hamri 76-73. Slavica Dimovska var hetja Hauka en hún skoraði sigurkörfuna um leið og flautan gall og tryggði Haukum sigurinn sem og efsta sætið. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í efsta sæti með 10 stig en eftir sigurinn í […]

Sigur hjá Helenu í fyrsta leik

Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik þegar lið hennar TCU vann Maryland í fyrsta leik liðana á þessu tímabili. Það sem gerir sigur TCU á Maryland merkilegan er að Maryland er í þriðja sæti yfir bestu skólana í Bandaríkjunum og er þetta aðeins í annað skipti sem að TCU sigrar lið sem er í 3. sæti […]

Framlengdur spennuleikur – Haukar í efsta sætið

Haukar bættu enn sigrinum í safnið í 1. deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar Ármenningar komu í heimsókn. Fyrir leikinn mátti búast við auðveldum sigri Hauka enda liðin á sitt hvorum enda í stigatöflunni. En þeir sem þekkja vel til í körfubolta vita betur þar sem lið Ármanns er skipað mörgum frábærum körfuknattleiksmönnum. Leikurinn […]

Haukar í efsta sætið

Haukastelpur komust í efsta sætið í Iceland Express-deildar kvenna í gærkvöldi með sigri á Grindavík 58-66 í Röstinni í Grindavík. Þar með eru Haukar me 10 stig eins og Hamar í efsta sæti deildarinnar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir var stigahæst Haukakvenna með 22 stig og 16 fráköst og Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 20 stig.   Haukar geta […]

Auðveldur sigur unglingaflokks

Unglingaflokkur karla vann góðan sigur á Val þegar þeir síðarnefndu komu á Ásvelli nú fyrr í kvöld. Haukar spiluðu af fullum krafti og lönduðu stórum sigri 114-54. Stigahæstur í liði Hauka var Arnar Hólm Kristjánsson með 21 stig og Gunnar Magnússon var með 20. Mynd: Arnar Hólm Kristjánsson var stigahæstur Hauka í kvöld – Arnar […]