Bjúgnakrækir kom níundi

Næsti sveinn er Bjúgnakrækir. Níundi var Bjúgnakrækir,  brögðóttur og snar.  Hann hentist upp í rjáfrin  og hnuplaði þar.  Á eldhúsbita sat hann  í sóti og reyk  og át þar hangið bjúga,  sem engan sveik.

Síðasti dagur til að skrá lið í Actavismótið

  Föstudaginn 19 desember er lokadagur til skráningar á Actavismótið 2009 Hægt er að senda skráningu á brynjarorn@haukar.is   Mótið er ætlað stúlkum og drengjum 11 ára og yngri. Hvert lið telur a.m.k. fjóra leikmenn en fjórir leikmenn eru ávallt inná hverju sinni. Stig eru ekki talin í Actavismótinu og eru því allir sigurvegarar. Hver […]

Skyrgámur er næstur

Næsti sveinn er Skyrgámur. Skyrjarmur, sá áttundi,var skelfilegt naut.Hann hlemminn o´n af sánummeð hnefanum braut. Svo hámaði hann í sigog yfir matnum gein,uns stóð hann á blístriog stundi og hrein.

Haukar tróna á toppnum

Haukar sitja á toppi Iceland Express-deildar kvenna þegar jólafrí hefst en þær unnu sannfærandi sigur á KR í gærkvöldi 89-62. Eftir jafnan 1. leikhluta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og Haukar unnu auðveldan og góðan sigur. Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 29 stig og næst henni kom Slavica Dimovksa með […]

Þrjár Haukastelpur í U-15

Jón Halldór Eðvaldsson, landsliðsþjálfari stúlkna 15 ára og yngri hefur valið þrjár Haukastúlkur í æfingahóp sinn sem kemur saman milli jól og ný árs. Þær Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Lovísa Björt Henningsdóttir og Kristjana Ósk Ægisdóttir eru allar í hópnum sem mun æfa milli jól og ný árs. Margrét Rósa er fædd 94 en þær Lovísa […]

Hrekkjapúkinn Hurðaskellir

Hurðaskellir kemur í nótt og því eins gott að passa puttana. Sjöundi var Hurðaskellir,– sá var nokkuð klúr,ef fólkið vildi í rökkrinufá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlegahnugginn yfir því,þó harkalega marraðihjörunum í.

Helena körfuknattleikskona ársins

Helena Sverrisdóttir hefur verið útnefnd körfuknattleikskona ársins af KKÍ í fjórða sinn. Jón Arnór Stefánsson leikmaður KR var útnefndur körfuknattleiksmaður ársins. Helena sem leikur nú með TCU háskólanum í Bandaríkjunum hefur átt frábært ár og farið á kostum bæði með liði sínu sem og íslenska landsliðinu. Hún hefur vakið mikla athygli á tímabilinu og í gær […]

Slæmt tap fyrir Val

Haukar töpuðu í kvöld fyrir Val í 1. deild karla í körfuknattleik. Það má segja að lið Hauka hafi brotlent all hressilega en þeir töpuðu með 30 stiga mun fyrir Valsmönnum 84-54. Eftir jafna byrjun þar sem Haukar leiddu um tíma fór allt í baklás í stöðunni 30-30 og Valsmenn keyrðu yfir Haukamenn og unnu […]

Sjötti sveinninn

Það er enginn annar en Askasleikir sem mætir sjötti til leiks í þessari jólasveinasyrpu. Sá sjötti, Askasleikir,var alveg dæmalaus. –Hann fram undan rúmunumrak sinn ljóta haus. Þegar fólkið setti askanafyrir kött og hund,hann slunginn var að ná þeimog sleikja á ýmsa lund.  

Þrír Haukamenn í U18

Þrír leikmenn meistara- og drengjaflokks karla hafa verið valdir í æfingahóp U-18 karla sem æfa fyrir Norðurlandamótið í maí 2009. Þeir Emil Barja, Haukur Óskarsson og Kristinn Marinósson hafa verið valdir í æfingahópinn. Allur hópurinn. Mynd: Haukur Óskarsson er einn þriggja leikmanna Hauka sem eru í U-18 – Arnar Freyr Magnússon