Actavísmót Körfuknattleiksdeildar Hauka var haldið um helgina og heppnaðist mótið frábærlega! Met þátttaka var á mótinu þetta árið en 104 lið með 650 strákum og stelpum mættu á mótið í ár ásamt um 1.300 foreldrum og aðstandendum leikmanna. Leikið var stanslaust á 6 völlum frá 9:00 til 16:30 báða dagana og voru leikirnir alls 168. […]