Actavísmótið var haldið um helgina

Actavísmót Körfuknattleiksdeildar Hauka var haldið um helgina og heppnaðist mótið frábærlega! Met þátttaka var á mótinu þetta árið en 104 lið með 650 strákum og stelpum mættu á mótið í ár ásamt um 1.300 foreldrum og aðstandendum leikmanna. Leikið var stanslaust á 6 völlum frá 9:00 til 16:30 báða dagana og voru leikirnir alls 168. […]

Njarðvík sá bara rautt á Ásvöllum

Haukar unnu Njarðvík í kvöld 98-84 í 8-liða úrslitum Powerade-bikars karla og eru því komnir í undanúrslit. Er þetta í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem Haukar fara í undanúrslit í bikarnum en þá töpuðu Haukar fyrir Grindavík 67-68. Haukar hafa nú unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum og eru á alvöru skriði. […]

Bikarmeistararnir úr leik

Haukastelpur töpuðu í gær fyrir Njarðvík í 8-liða úrslitum Powerade-bikars kvenna. Eftir jafnan leik þar sem Haukar voru ávallt yfir skoruðu Njarðvíkingar fjögur síðustu stigin og unnu 70-68 og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Stigahæst hjá Haukum var Katie Snodgrass með 23 stig og Íris Sverrisdóttir setti 14. Umfjöllun um leikinn á Karfan.is

Stórleikur í körfunni á Ásvöllum í kvöld kl. 19.15

Strákarnir í körfunni hafa verið á fínni siglingu undanfarið og í kvöld taka þeir á mót liði Njarðvíkur í 8 liða úrslitum Powerade bikarsins. Það er ekki síst góðum stuðningi að þakka að liðið hefur verið að spila vel þannig að ekki láta þig vanta á pallana á morgun 🙂 Leikurinn hefst kl. 19.15 Áfram Haukar!

Íris í byrjunarliði Stjörnuliðsins

Íris Sverrisdóttir, bakvörður mfl. kvenna, verður í byrjunarliði lið Reykjaness í Stjörnuleik KKÍ. Ásamt henni eru þær Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Jacquline Adamshick í byrjunarliðinu en þær koma allar úr Keflavík. Stjörnuleikur kvenna verður í Ásgarði í Garðabæ laugardaginn 15. janúar en þar mætast annars vegar lið Reykjanes og hins vegar lið […]

Haukastúlkur fara til Njarðvíkur á morgun

Haukastúlkur, sem eru ríkjandi bikarmeistarar í körfubolta, mæta Njarðvík í Ljónagryfjunni í Njarðvík á morgun laugardaginn 8.janúar kl. 15:00. Það er nokkuð ljóst að Njarðvík vill hefna ófaranna frá síðasta leik í deildinni en Haukar munu ekki láta bikarinn af hendi baráttulaust.  Allir að drífa sig í Njarðvík og hjálpa liðinu að tryggja sig í undanúrslit. […]

Fjórði sigurinn í röð

Haukar unnu Hamar í gærkvöldi í Iceland Express-deildinni í körfubolta 82-74. Gerald Robinson var stigahæstur hjá Haukum með 29 stig og 19 fráköst. Frítt var á leikinn í boði Subway sem reyndist hinn mesta skemmtun. Fyrir leikinn voru bæði lið jöfn með 10 stig en Haukar unnu fyrri viðureign liðanna 82-89 og því ljóst að […]

Körfuboltaveisla vikunnar hefst í kvöld kl. 19.15, miðvikudag, þegar Haukar taka á móti Keflavík

Kæru Haukafélagar, við óskum ykkur gleðilegs afmælisárs og þökkum fyrir stuðninginn á liðnum árum.  Á árinu eru tvö stórafmæli, Knattspyrnufélagið Haukar 80 ára og Körfuknattleikssambandið fagnar 50 ára afmæli.   Haukar bjóða upp á sannkallaða körfuboltaveislu á Ásvöllum í vikunni sem hefst í kvöld, 5. janúar, á stórleik í Iceland Express deild kvenna. Haukar taka þá á […]

Ragna Margrét tekur við sem fyrirliði

Ragna Margrét Brynjarsdóttir hefur verið valinn fyrirliði meistaraflokks liðs Hauka í körfu þar sem nú er ljóst að Telma Fjalarsdóttir sem verið hefur fyrirliði liðsins verður ekki meira með liðinu á þessu keppnistímabili vegna anna í vinnu. Ragna Margrét hefur verið lykilimaður í liði meistaraflokks kvenna mörg undanfarain ár þó hún sé einungis 20 ára. […]